
Besta brauðtertan
Brauðtertur er hægt að gera á ýmsa vegu. Hér er ég búin að útfæra skemmtilega hugmynd sem ég veit að á eftir að slá í gegn í næstu veislu. Hugmyndin að brauðtertunni byggir í raun má samlokugerð en þessi er útfærð með stærra brauði.
Bergbys brauðterta dregur nafn sitt af dásamlegasta sinnepi sem ég hef smakkað en það heitir einfaldlega Bergbys pylsusinnep. Sinnepið er sett yfir kálið sem er á milli brauðlaganna.
Standurinn er náttúrulega bara æði en ég fékk hann í versluninni Bast í Kringlunni, einnig vefverslun.
Fyrsta brauðlag: Mæjónes, kál og bergbyssinnep sett yfir kálið. Mæjónes er smurt undir næsta brauðlag.
Þetta sinnep er algjör draumur.
Annað brauðlag: Smurostur, hunangsskinka og mexíkóostur rifinn. Smurostur smurður undir næsta brauðlag.
Þriðja brauðlag: Pestó, kál og bergbyssinnep. Mæjónes er smurt undir næsta brauðlag.
Fjórða brauðlag – efsta lag: Sýrðum rjóma er smurt yfir brauðið. Kál sett yfir ásamt doritosflögum og rifnum mexíkóosti.
Leave a Reply