Það er alltaf ævintýrabragur yfir einhyrningakökum. Hér er á ferðinni þriggja laga Betty Crocker djöflakaka með bleiku saltkaramellukremi á milli.
Kakan er skreytt með bleiku vanillukremi sem samanstendur af Betty Crocker vanillukremi og flórsykri. Kremið er litað með bleikum matarlit.
Kakan er þakin bleiku kremi. Mjög gott að smyrja kökuna, kæla og bæta kremi við til að gera það sléttara.
Kökustandurinn er frá versluninni Bast í Kringlunni.
Rússneskur sparutustútur er notaður til að búa til blómamunstrið hringinn í kringum kökuna. Grænt og gult krem er sett í sprautupoka og því sprautað í kringum kökuna. Bleik kökuskrautsperla er sett í miðjuna á hverju blómi.
Einhyrningahornið er búið til úr sykurmassa. Grillpinna er stungið í miðuna til að festa það við kökuna. Perluduft og glimmer er borið á hornið til skrauts.
Augun eru búin til með hvítum,bláum, fjólubláum og svörtum sykurmassa skorið út með sykurmassahníf og hringjamótum. Einnig hægt að gera einfaldari augu t.d. svört.
Leave a Reply