Skoða

Diego 3D kaka

Tignarleg og flott kaka sem gaman er að gera. Það tekur aðeins lengri tíma að gera kökur sem eru sitjandi. Í þessa köku fóru 2 ofnskúffur  og 1 hringur af súkkulaðiköku. Smjörkrem er sett á milli laganna og utan um alla kökuna.

Sykurmassi: Dökkblár, ljósblár, hvítur, gulur, brúnn, rauður, andlitslitaður og svartur.

Aðferð: Mótið fætur og rass með því að skera eftir smjörpappír. Maginn er mótaður með því að stafla súkkulaðilengjum á endann. Smjörkrem er sett á milli laga og kökuprik notuð  til að festa kökuna í miðjunni. Smjörkrem er sett utan um kökuna og slétt úr því. Hausinn er hafður sér, smjörkrem sett utan um hausinn og augu, nef og munnur mótað með sykurmassa. Hausinn var bakaður með skál sem þolir hita. Hausinn er festur með grillpinnum sem eru í búknum. Sykurmassin er síðan settur á kökuna. Hendurnar eru settar eftir á og búnar til úr sykurmassa. Hárið er búið til úr sykurmassa sem er skorinn í þríhyrninga.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts