Loksins, loksins gafst mér tækifæri til að gera fermingarköku fyrir barnið mitt en frumburðurinn minn var að fermast.
Hann æfir þrjár íþróttir og því áskorun að koma öllu fyrir. Fótbolti, körfubolti og golf er málið hjá þessu unga dreng en hann hafði þó litlar skoðanir á hvernig kakan ætti að líta út.
Kakan er búin til með Betty Crocker djöflakökumixi en það kemur mjög vel út í kökum sem þessari. Kakan er bökuð í sexhyrndu bökunarmóti, fjórir botnar og krem sett á milli. Boltarnir ofan á kökunni eru bakaðir sér úr sama kökumixi. Ég notaði sérstakt fótboltakökumót til að gera boltana.
Smjörkrem er sett á milli og sykuramssi utan um kökuna. Sigurmassafígúrurnar eru mótaðaður með sykurmassa sem er hertur með tylosedufti.
Til að búa til andlitið á fígúrunum notaði ég silikonmót.
Skrautið á kökuna er mótað úr hertum sykurmassa.
Sykurmassinn er litaður með silfurlituðu dufti