Þessi fallega franska súkkulaðikaka er brjálæðislega góð. Hér er á ferðinni frönsk súkkulaðikaka með Lindor súkkkulaði. Ég ákvað að nota Lindorkúlurnar í kökuna þar sem ég tengi þetta góða súkkulaði alltaf við brúðkaup en þegar ég gifti mig þá fengu allir gestir Lindor súkkulaðikúlu sem var innpökkuð í fallegt efni ásamt fallegum tilvitnunum. Lindor súkkulaðikúlurnar er mér því mjög kærar.
Þessi franska súkkulaðikaka var hönnuð til að nota í brúðkaup, bragðgóð og falleg kaka. Útkoman var líka svo bragðgóð en kremið sem er sett yfir er búið til úr Lindor súkkulaðikúlum. Gerðarvoru nokkrar tilraunir með hráefni í kökuna en þessi uppskrift er afraksturinn.
Þegar búið er að bræða Lindor súkkulaðikúlurnar þá er eggjunum hrært vel saman við sykurinn. Hveitinu er þá blandað saman við ásamt súkkulaðiblöndunni.
Formið er gert klárt með því að klippa út bökunarpappír sem þekja formið. Formið er síðan spreyjað með olíuspreyi. Þannig er auðveldara að ná kökunni úr forminu
Kakan er bökuð við 175°C hita í um 30-35 mínútur.
Það kemur sér alltaf vel að nota kökugrind til að leyfa kökubotninum að kólna.
Súkkulaðikúlurnar eru bræddar í rjóma. Kreminu er síðan hellt yfir kökuna.
Finnst kremið vera svo glansandi og fallegt á kökunni.
Kakan er skreytt með Lindor súkkulaðikúlum sem eru litaðar með perludufti, smjörkremi sem er sprautað með t.d. sprautustútnum 2D, kökuskrautsperlum, belgískusúkkulaði og silfurblöðum.
Lindorkúlurnar eru settar í poka ásamt perludufti í þeim lit sem á að lita þær með. Pokinn er hristur og þá litast kúlurnar.
Endilega fylgist með mér á Instagramsíðunni minni undir heitinu mommur
Njótið!
Leave a Reply