• Skip to main content
  • Skip to primary sidebar

Mömmur.is

  • Piparkökuhúsadrottning Íslands
    • Ólabakarí
    • Jensínuhús – Piparkökuhús
  • Jólabakstur
    • Piparkökuhúsa uppskrift
    • BingókúluSörur
    • Guðdómlegar smákökur
    • Súkkulaðibitasmákökur (hrært)
    • Hvítur draumur
  • Tilefni
    • Afmæli
      • Kökur
      • Bollakökur
      • Kökupinnar
      • Brauðtertur
      • Leikir
    • Brúðkaup
    • Skírn
    • Ferming
      • Fermingarveislan
      • Fermingarnar nálgast
      • Fermingarkaka
      • Fermingarskreytingar
      • Kransakaka
      • Brauðtertur
      • Smáréttir
  • Bakstursráð
  • Uppskriftir
    • Uppskriftasafnið
    • Marengs
    • Tertur
    • Skyr/ostakökur
    • Gotterí
    • Muffins
    • Kökupinnar
    • Pinnamatur
    • Salat
    • Brauðréttir
    • Bollur
    • Krem
    • Sykurmassagerð
  • Heimilið
  • Mömmur mæla með
  • Um mig
    • Umfjöllun
  • Piparkökuhúsaskreyting á aðventunni

July 22, 2019

Frönsk súkkulaðikaka með Lindorsúkkulaði

Fb-Button

Frönsk súkkulaðikaka með Lindor súkkulaði

Þessi fallega franska súkkulaðikaka er brjálæðislega góð. Hér er á ferðinni frönsk súkkulaðikaka með Lindor súkkkulaði. Ég ákvað að nota Lindorkúlurnar í kökuna þar sem ég tengi þetta góða súkkulaði alltaf við brúðkaup en þegar ég gifti mig þá fengu allir gestir Lindor súkkulaðikúlu sem var innpökkuð í fallegt efni ásamt fallegum tilvitnunum. Lindor súkkulaðikúlurnar er mér því mjög kærar.

Lindorsúkkulaði

Þessi franska súkkulaðikaka var hönnuð til að nota í brúðkaup, bragðgóð og falleg kaka. Útkoman var líka svo bragðgóð en kremið sem er sett yfir er búið til úr Lindor súkkulaðikúlum.  Gerðarvoru nokkrar tilraunir með hráefni í kökuna en þessi uppskrift er afraksturinn.

Frönsk súkkulaðikaka lindor

Þegar búið er að bræða Lindor súkkulaðikúlurnar þá er eggjunum hrært vel saman við sykurinn. Hveitinu er þá blandað saman við ásamt súkkulaðiblöndunni.

fullsizeoutput_72da

fullsizeoutput_72dc

Formið er gert klárt með því að klippa út bökunarpappír sem þekja formið. Formið er síðan spreyjað með olíuspreyi. Þannig er auðveldara að ná kökunni úr forminu

Frönsk súkkulaðikaka Lindorfullsizeoutput_72df

Kakan er bökuð við 175°C hita í um 30-35 mínútur.

Besta franska súkkulaðikakan

Það kemur sér alltaf vel að nota kökugrind til að leyfa kökubotninum að kólna.

IMG_8689Súkkulaðikúlurnar eru bræddar í rjóma. Kreminu er síðan hellt yfir kökuna.Frönsk súkkulaðikaka

Frönsk súkkulaðikaka Lindor

Finnst kremið vera svo glansandi og fallegt á kökunni.

Kakan er skreytt með Lindor súkkulaðikúlum sem eru litaðar með perludufti, smjörkremi sem er sprautað með t.d. sprautustútnum 2D, kökuskrautsperlum, belgískusúkkulaði og silfurblöðum. IMG_8741

Lindorkúlurnar eru settar í poka ásamt perludufti í þeim lit sem á að lita þær með. Pokinn er hristur og þá litast kúlurnar.

IMG_8749

IMG_8750IMG_8861

Frönsk súkkulaðikaka með Lindorsúkkulaði

Created by Hjördís Dögg Grímarsdóttir on July 22, 2019

Frönsk súkkulaðikaka með Lindor súkkulaði

  • Prep Time: 1h
  • Cook Time: 30m
  • Total Time: 1h 30m
  • Serves: 12
  • Yield: 1 kaka

Ingredients

Botn

  • 200 g smjör
  • 250 g sykur
  • 200 g rauðar Lindor súkkulaðikúlur
  • 4 stk egg
  • 70 g hveiti

Krem

  • 80 ml rjómi
  • 15 stk rauðar Lindor súkkulaðikúlur
  • 1 tsk smjör

Instructions

  1. Smjör brætt við vægan hita og Lindor kúlurnar settar út í og hrært þar til súkkulaðið er bráðið saman við smjörið.
  2. Gott að slökkva undir smjörinu þegar það er að verða bráðið og setja kúlurnar út í.
  3. Kælt á meðan egg og sykur eru þeytt vel saman og orðið ljóst og létt.
  4. Hveiti sett varlega saman við og hrært aðeins saman og síðan er kælda súkkulaði og smjörblandan sett varlega saman við eggjahræruna.
  5. Sett í 28 cm form sem gott er að vera með smjörpappír í og spreyjað með feiti.
  6. Bakað við 175° C heitan ofn og bakað í 30-35 mín.
  7. Kælt og Lindorkrem sett yfir og kakan skreytt.

Krem

  1. Rjómi hitaður að suðu og slökkt undir.
  2. Lindormolarnir og smjörið sett saman við og hrært í þar til allt er bráðnað saman.
  3. Kakan er skreytt með smjörkremi sem sprautað er t.d. með 2D stjörnustúti, kökuskrautsperlum og brotnu súkkulaði.
Source: Frönsk súkkulaðikaka
  • Print

IMG_8840

Endilega fylgist með mér á Instagramsíðunni minni undir heitinu mommur

Njótið!

 

 

 

 

Fleiri færslur

  • BrúðartertaBrúðarterta
  • Hvít brúðartertaHvít brúðarterta
  • Áramótapartý mömmur.isÁramótapartý mömmur.is
  • Ein hættulega góðEin hættulega góð
  • BrúðartertuhugmyndirBrúðartertuhugmyndir
  • Kökuárið 2013Kökuárið 2013
  • Frönsk bláberjasúkkulaðikakaFrönsk bláberjasúkkulaðikaka
  • Frönsk súkkulaðikakaFrönsk súkkulaðikaka
  • Súkkulaðikaka með rósamunstriSúkkulaðikaka með rósamunstri
  • Besta súkkulaðikaka sem ég hef bakaðBesta súkkulaðikaka sem ég hef bakað
  • 50 ára brúðkaupsafmæli50 ára brúðkaupsafmæli
  • Súkkulaðibollur með OreofyllinguSúkkulaðibollur með Oreofyllingu

Filed Under: Brúðkaup, Kökurnar, Súkkulaðikaka Tagged With: Brúðarterta, frönsk súkkulaðikaka, Lindorsúkkulaði

Reader Interactions

Leave a Reply Cancel reply

Fylgast með:
Facebook

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Ég heiti Hjördís Dögg Grímarsdóttir og er 38 ára kennari sem elskar að baka og stússast í kringum kökur. Ég er eigandi mömmur.is en síðuna stofnaði ég árið 2008 í þeim tilgangi að auðvelda öðrum undirbúning ýmissa tilefna.

  • Email
  • Facebook
  • Instagram
  • Pinterest
  • YouTube
Parki Gott í matinn Fying Tiger

Copyright© 2021 · by Shay Bocks