Passið ykkur, hættulega góðar!!
Uppskrift:
290 g hveiti
1 tsk matarsódi
225 g smjör
50 g sykur
110 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
1 pk royal vanillubúðingur
2 stór egg
Smartíes eða súkkulaði eftir hentisemi.
Aðferð:
1. Hveiti og matarsóda er blandað saman í skál og sett til hliðar.
2. Linað smjör, sykur, púðursykur og vanilludropar er blandað saman og hrært í hrærivél.
3. Vanillubúðingsdufti er blandað saman við og síðan eitt og eitt egg. Gott að hræra aðeins á milli.
4. Að lokum er hveitiblöndunni ásamt súkkulaðinu blandað saman við.
5. Bakað við 175 gráður í ca. 10-12 mínútur.
Mjög gott ! gaman að gera í góðum félagsskap! frábært meira af svona! 🙂
Þessar eru hættulega góðar…
er nauðsynlegt að hafa búðinginn eða eggin ???
Sælar,
Ég hef ekki prófað að sleppa þessum hráefnum en ég myndi halda að eggin væru nauðsynleg en það er vel hægt að sleppa búðingnum og setja smá hveiti í staðinn.