
Þetta súkkulaðibitadeig var algjör draumur. Súkkulaðibitakökurnar urðu svo fullkomnar. Þær eru mjúkar en brúnirnar stökkar.
Uppskrift (20-22 stk)
275 g hveiti
1 tsk matarsódi
225 g smjör
50 g sykur
170 g púðursykur
1-2 tsk vanilludropar
1 pk royal vanillubúðingur
2 stór egg – við stofuhita
Súkkulaðidropar eins og hentar
Aðferð:
1. Hveiti og matarsóda er blandað saman í skál og sett til hliðar.
2. Linað smjör, sykur, púðursykur og vanilludropar er blandað saman og hrært í hrærivél.
3. Vanillubúðingsdufti er blandað saman við og síðan eitt og eitt egg. Gott að hræra aðeins á milli.
4. Að lokum er hveitiblöndunni ásamt súkkulaðinu blandað saman við.
5. Mótaðu kúlur úr deiginu. Gott að miða við að hver kúla sé um 60 g.
6. Settu á bökunarpappír og nokkra súkkulaðidropa á hverja.
7. Bakað við 175 gráður blástur í ca. 10-12 mínútur.

Endilega fylgið mér á Instagram þar er ég dugleg að setja inn efni á InstaStory.
Mjög gott ! gaman að gera í góðum félagsskap! frábært meira af svona! 🙂
Þessar eru hættulega góðar…
er nauðsynlegt að hafa búðinginn eða eggin ???
Sælar,
Ég hef ekki prófað að sleppa þessum hráefnum en ég myndi halda að eggin væru nauðsynleg en það er vel hægt að sleppa búðingnum og setja smá hveiti í staðinn.