• Skip to main content
  • Skip to primary sidebar

Mömmur.is

  • Piparkökuhúsadrottning Íslands
    • Ólabakarí
    • Jensínuhús – Piparkökuhús
  • Jólabakstur
    • Piparkökuhúsa uppskrift
    • BingókúluSörur
    • Guðdómlegar smákökur
    • Súkkulaðibitasmákökur (hrært)
    • Hvítur draumur
  • Tilefni
    • Afmæli
      • Kökur
      • Bollakökur
      • Kökupinnar
      • Brauðtertur
      • Leikir
    • Brúðkaup
    • Skírn
    • Ferming
      • Fermingarveislan
      • Fermingarnar nálgast
      • Fermingarkaka
      • Fermingarskreytingar
      • Kransakaka
      • Brauðtertur
      • Smáréttir
  • Bakstursráð
  • Uppskriftir
    • Uppskriftasafnið
    • Marengs
    • Tertur
    • Skyr/ostakökur
    • Gotterí
    • Muffins
    • Kökupinnar
    • Pinnamatur
    • Salat
    • Brauðréttir
    • Bollur
    • Krem
    • Sykurmassagerð
  • Heimilið
  • Mömmur mæla með
  • Um mig
    • Umfjöllun
  • Piparkökuhúsaskreyting á aðventunni

November 4, 2018

Hrekkjavakan 2018

Fb-Button

-Færslan er unnin í samstarfi við Flying Tiger á Íslandi og Betty Crocker á Íslandi –

IMG_2538

Síðustu vikur hafa verið ótrúlega skemmtilegar og þá sérstaklega því að einn af uppáhalds viðburðunum var einmitt þá, hrekkjavakan.

Kannski ekki allir sem vita það en ég er mikil draugakona, þ.e. elska að segja draugasöguri, er grunnskólakennari og hef í gegnum minn kennsluferil sagt fjöldan allan af sögum. Alltaf vekur það lukku hjá yngri hlustendum.

Hrekkjavakan í ár var sérlega skemmtileg þar sem ég fann fyrir mun meiri áhuga en áður fyrir hátíðinni. Í hverfinu sem ég bý í var til dæmis ákveðið að leyfa börnunum að ganga í hús, þeim húsum sem skreyttu fyrir utan hjá sér, og sníkja grikk eða gott.

Ég tók auðvitað þátt í skemmtilegheitunum, bakaði ýmsar veitingar og skreytti allt hátt og lágt.  Það var reyndar mömmueldhúsið sem fékk að breytast í hryllingseldhús.

Við fjölskyldan létum ekki okkar eftirliggja í að skera út Grasker – ótrúlega gaman að gera saman.

Í kringum hrekkjavökuna var ég í samstarfi við verslunina Flying Tiger en þar var að finna eitt mesta úrval hrekkjavökuvara sem ég hef séð hér á landi.

Graskersskurður

Að skera út grasker er frábær leið til að hefja undirbúninginn fyrir hrekkjavökuna

Hráefni og áhöld: 

Grasker

Graskershnífar (lítill og stór) – fíngerðir hnífar em auðvelt er að skera með lítil form

Graskersausa – til að ná kjötinu og fræjunum úr

Skál – til að setja kjöt og fræ í

Skapalón – henta vel til að móta formið sem áætlað er að skera út. Frábært fyrir krakkana.

Penni/tússpenni – til að strika út línur og form

Ljós sem henta fyrir grasker (fást í Fly9ing Tiger) eða kerti.

Graskersskurdur

garskersskurður

IMG_1971

Síðan eru það skreytingarnar – ég reyni alltaf að gera eitthvað nýtt á hverju ári. Ég á nokkuð gott safn af hrekkjavökudóti þar sem ég er búin að halda upp á hrekkjavökuna í ca. 10 ár. Finnst gaman að bæta við nýju dóti á hverju ári.

IMG_0975

Þessar elskur eru nýjustu meðlimir mömmueldhúsins – kátar og glaðar. Bíða samt eftir nsæta hráefni í pottinn sinn.

IMG_2478

Forstofan í húsinu mínu fékk skemmtimlegan blæ þar sem svartur köngulóavefir og litrík grasker spila stórt hlutverk

IMG_2482

Þessar þrjár voru færðar úr mömmueldhúsinu og inn í forstofuna til að taka á móti börnum sem voru að sníkja grikk eða gott.

IMG_2488

Svona leit inngangurinn í mömmueldhúsið út.  Það borgar sig að fara varlega. IMG_2489

Bjuggum til grafreit með grafreitasteinum, bergfléttum,kóngulóavef og líkamspörtum.

IMG_2509

Hvað  leynist í þessari holu?  IMG_2509  IMG_2511

Vampíran bíður og beini stendur vörð.  Leðurblökurnar eru prentaðar, klipptar út og plastaðar. Margt hægt að gera sjálfur.

IMG_2520

Draugar í loftinu og stóarar köngulær setja mikinn svip á rýmið.

IMG_2534 IMG_2537

Háborð og læti.

IMG_2538

Þessi er allavega glaður með sitt.

IMG_2542

Hauskúpa á kökudiski.

IMG_2543 IMG_2545 IMG_2546

 

IMG_2548

IMG_2549

Litlar hauskúpur og augo í krukkum.

IMG_2553 IMG_2554 IMG_2556 IMG_2561

Mér finnst köngulóavefir alltaf svo smart á hrekkjavökunni

IMG_2564

Mömmueldhúsið fékk hryllilegt yfirbragð þar sem KitchenAid hrærivélarnar voru skreyttar og hillan góða skreytt vörum frá Flying Tiger.

Síðan voru það veitingarnar.

IMG_2393

IMG_2215

Hér er Betty Crocker gulrótarkaka með karamellukremi á milli og vanillukremi utan um.  Köngulóavefurinn er sprautaður með Betty Crocker súkkulaðikremi.

IMG_2360

Tortillakökur slá alltaf í gegn.  Hér er búið að smyrja kökurnar með rjómaosti, púrrulauk, skinkubitum og osti. Kökurnar eru síðan mótaðar með sérstökum hauskúpu skera.

IMG_2362

Alltaf gott að hafa ferksa ávexti með en hérna er búið að skera vatnsmelónu í tvennt, afhýða hana og skera síðan út heilamunstur.  Hinn helminguinn af vatnsmelónunni er skorinn í litlar kúlur með séstakri melónuskeið.

IMG_2304

Betty Crocker smákökudeig er notað til að móta fingur. Deigið er líka litað með grænum matarlit. Neglurnar eru skreyttar með lituðu vanillukremi.

IMG_2264

Krúttara leðurblökur bakaðr með Betty Crocker saltkaramellu browniemixi. Leðurblökurnar eru skreyttar með nammiaugum og McVitie’s Karamellukexi.

IMG_2278

IMG_2286

Brownies í múmíulíki – skreyttar með Betty Crocker vanillukremi og nammiaugum.

IMG_2227

Þessar eru gerðar úr Djöflakökumixi frá Betty Crocker. Skreyttar með vanillukremi og sprautum með kremi í.

IMG_2531

Alltaf gaman að bjóða upp á skemmtilega drykki. Hér eru Fantaflöskur notaðar og miðar prentaðir út á netinu og límdir á.

IMG_2364

Snakkið er ómissandi og alltaf vinsælast.  Ég reyni að finna snakk sem minnir á dýr eð annað sem tengist hrekkjavökunni.  Fann síðan draugasnakk í einni versluninni.

IMG_2365

Ég vona að þið hafið skemmt ykkur að lesa þessa löngu færslu og fáið vonandi góðar hugmyndir í kjölfarið.

Fleiri færslur

  • DraugamuffinsDraugamuffins
  • HrekkjavökubollakökurHrekkjavökubollakökur
  • NornaskreytingarNornaskreytingar
  • HauskúpubrauðtertaHauskúpubrauðterta
  • DraugabollakökurDraugabollakökur
  • GrafreitakakaGrafreitakaka
  • Auga bollakökurAuga bollakökur
  • KitchenAid hrærivélakakaKitchenAid hrærivélakaka
  • Djöflakaka með saltkaramellukremiDjöflakaka með saltkaramellukremi
  • HrekkjavökupartýHrekkjavökupartý
  • Kökuárið 2013Kökuárið 2013
  • GraskerskakaGraskerskaka

Filed Under: Hrekkjavakan, Kökurnar Tagged With: Hrekkjavakan

Reader Interactions

Leave a Reply Cancel reply

Fylgast með:
Facebook

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Ég heiti Hjördís Dögg Grímarsdóttir og er 38 ára kennari sem elskar að baka og stússast í kringum kökur. Ég er eigandi mömmur.is en síðuna stofnaði ég árið 2008 í þeim tilgangi að auðvelda öðrum undirbúning ýmissa tilefna.

  • Email
  • Facebook
  • Instagram
  • Pinterest
  • YouTube
Parki Gott í matinn Fying Tiger

Copyright© 2021 · by Shay Bocks