-Færslan er unnin í samstarfi við Flying Tiger á Íslandi og Betty Crocker á Íslandi –
Síðustu vikur hafa verið ótrúlega skemmtilegar og þá sérstaklega því að einn af uppáhalds viðburðunum var einmitt þá, hrekkjavakan.
Kannski ekki allir sem vita það en ég er mikil draugakona, þ.e. elska að segja draugasöguri, er grunnskólakennari og hef í gegnum minn kennsluferil sagt fjöldan allan af sögum. Alltaf vekur það lukku hjá yngri hlustendum.
Hrekkjavakan í ár var sérlega skemmtileg þar sem ég fann fyrir mun meiri áhuga en áður fyrir hátíðinni. Í hverfinu sem ég bý í var til dæmis ákveðið að leyfa börnunum að ganga í hús, þeim húsum sem skreyttu fyrir utan hjá sér, og sníkja grikk eða gott.
Ég tók auðvitað þátt í skemmtilegheitunum, bakaði ýmsar veitingar og skreytti allt hátt og lágt. Það var reyndar mömmueldhúsið sem fékk að breytast í hryllingseldhús.
Við fjölskyldan létum ekki okkar eftirliggja í að skera út Grasker – ótrúlega gaman að gera saman.
Í kringum hrekkjavökuna var ég í samstarfi við verslunina Flying Tiger en þar var að finna eitt mesta úrval hrekkjavökuvara sem ég hef séð hér á landi.
Graskersskurður
Að skera út grasker er frábær leið til að hefja undirbúninginn fyrir hrekkjavökuna
Hráefni og áhöld:
Grasker
Graskershnífar (lítill og stór) – fíngerðir hnífar em auðvelt er að skera með lítil form
Graskersausa – til að ná kjötinu og fræjunum úr
Skál – til að setja kjöt og fræ í
Skapalón – henta vel til að móta formið sem áætlað er að skera út. Frábært fyrir krakkana.
Penni/tússpenni – til að strika út línur og form
Ljós sem henta fyrir grasker (fást í Fly9ing Tiger) eða kerti.
Síðan eru það skreytingarnar – ég reyni alltaf að gera eitthvað nýtt á hverju ári. Ég á nokkuð gott safn af hrekkjavökudóti þar sem ég er búin að halda upp á hrekkjavökuna í ca. 10 ár. Finnst gaman að bæta við nýju dóti á hverju ári.
Þessar elskur eru nýjustu meðlimir mömmueldhúsins – kátar og glaðar. Bíða samt eftir nsæta hráefni í pottinn sinn.
Forstofan í húsinu mínu fékk skemmtimlegan blæ þar sem svartur köngulóavefir og litrík grasker spila stórt hlutverk
Þessar þrjár voru færðar úr mömmueldhúsinu og inn í forstofuna til að taka á móti börnum sem voru að sníkja grikk eða gott.
Svona leit inngangurinn í mömmueldhúsið út. Það borgar sig að fara varlega.
Bjuggum til grafreit með grafreitasteinum, bergfléttum,kóngulóavef og líkamspörtum.
Hvað leynist í þessari holu?
Vampíran bíður og beini stendur vörð. Leðurblökurnar eru prentaðar, klipptar út og plastaðar. Margt hægt að gera sjálfur.
Draugar í loftinu og stóarar köngulær setja mikinn svip á rýmið.
Háborð og læti.
Þessi er allavega glaður með sitt.
Hauskúpa á kökudiski.
Litlar hauskúpur og augo í krukkum.
Mér finnst köngulóavefir alltaf svo smart á hrekkjavökunni
Mömmueldhúsið fékk hryllilegt yfirbragð þar sem KitchenAid hrærivélarnar voru skreyttar og hillan góða skreytt vörum frá Flying Tiger.
Síðan voru það veitingarnar.
Hér er Betty Crocker gulrótarkaka með karamellukremi á milli og vanillukremi utan um. Köngulóavefurinn er sprautaður með Betty Crocker súkkulaðikremi.
Tortillakökur slá alltaf í gegn. Hér er búið að smyrja kökurnar með rjómaosti, púrrulauk, skinkubitum og osti. Kökurnar eru síðan mótaðar með sérstökum hauskúpu skera.
Alltaf gott að hafa ferksa ávexti með en hérna er búið að skera vatnsmelónu í tvennt, afhýða hana og skera síðan út heilamunstur. Hinn helminguinn af vatnsmelónunni er skorinn í litlar kúlur með séstakri melónuskeið.
Betty Crocker smákökudeig er notað til að móta fingur. Deigið er líka litað með grænum matarlit. Neglurnar eru skreyttar með lituðu vanillukremi.
Krúttara leðurblökur bakaðr með Betty Crocker saltkaramellu browniemixi. Leðurblökurnar eru skreyttar með nammiaugum og McVitie’s Karamellukexi.
Brownies í múmíulíki – skreyttar með Betty Crocker vanillukremi og nammiaugum.
Þessar eru gerðar úr Djöflakökumixi frá Betty Crocker. Skreyttar með vanillukremi og sprautum með kremi í.
Alltaf gaman að bjóða upp á skemmtilega drykki. Hér eru Fantaflöskur notaðar og miðar prentaðir út á netinu og límdir á.
Snakkið er ómissandi og alltaf vinsælast. Ég reyni að finna snakk sem minnir á dýr eð annað sem tengist hrekkjavökunni. Fann síðan draugasnakk í einni versluninni.
Ég vona að þið hafið skemmt ykkur að lesa þessa löngu færslu og fáið vonandi góðar hugmyndir í kjölfarið.
Leave a Reply