Skoða

Jensínuhús – Piparkökuhús

Þetta piparkökuhús er gert og hannað  árið 2000 af Valdísi Einarsdóttur  og er fyrsta húsið af mörgum sem hún  hannaði  á annan hátt en þessi hefðbundnu sem skreytt eru með sælgæti og kökuskrauti.

Hugmyndina að húsinu fékk hún í bók sem séra Jón prestur á Akranesi  skrifaði. Hún setti hugmyndina saman og úr varð þessi fallegi burstabær.  Piparkökuhúsið lítur vel út svo vel að margi héldu að ekki væri um piparkökuhús að ræða heldur spýtuhús. Húsið er nú búið að standa í 11 ár og myndirnar teknar í því ástandi sem það er í dag.

Húsin eru öll fest saman með kóngabráð.

Sérstök hleðsla er á milli húsanna svokölluð  klumburhleðsla. Klæðningin á húsinu, munstið, gluggar og hurð er allt gert úr piparkökulengjum sem eru festar á heilar piparkökuplötur.

Gluggapóstarnir og þakkanturinn er gert úr örþunnum piparkökulengjum sem erum litaðar með kóngabráð.

Fyrir aftan húsið sést í Snæfellsjökulinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts