Ég er mikill aðdáandi KitchenAid hrærivélanna. Bleiki liturinn hefur verið í uppáhaldi hjá mér en ég á eina silkibleika hrærivél sem nýtur sín vel í Mömmueldhúsinu.
Ég ákvað fyrir stuttu að gera súkkulaðiköku sem væri eftirmynd uppáhalds hrærivélarinnar minnar. Það tók smá tíma að finna út úr því hvernig hanna ætti kökuna og setja saman en útkoman var bara nokkuð góð.
Mér fannst tilheyrilegt að fara með kökuna á skrifstofu Raflands en KitchenAid vörurnar eru seldar þar.
Ég notaði Betty Crocker Djöflaköku til að gera botnana og hefðbundið smjörkrem til að setja á milli og utan um kökuna. Upppskriftina má finna hér.
Neðri hlutinn af kökunni er settur saman úr tveimur hlutum. Kökupinnum er stungið í hærri hlutann til að festa kökuna. Sykurmassi er settur utan um kökuna.
Skálin er búin til úr nokkrum hringlaga kökubotnum. Smjörkrem sett á milli, kakan skorin til eins og hrærivélaskál og smurt í kringum kökuna.
Skálin er síðan hjúpuð sykurmassa og sykurmassinn litaður með silfurlituðu dufti.
Hvítur sykurmassi er settur ofan á skálina sem eins konar krem eða rjóma. Kakan er skreytt með sykurmassaborðum sem skrifað er á með matartússlitum.
Efri hlutinn er búinn til úr ofnskúffustærð af súkkulaðiköku, kakan er skorin í lengjur og smjörkrem sett á milli. Kakan er sett á kökuplatta sem passar fyrir kökuna. Kakan er síðan skorin til þannig að hún verði aðeins kúpt. Smjörkrem er þá sett utan um kökuna ásamt sykuramssa. Til að halda kökunni er kökuprikum stundið í skálina að kökuplattanum sem heldur eftri partinum.
Kakan er pensluð með perludufti til að fá þannig áferð. Svartur sykurmassi er mótaður til gera takka og annað sem er á hrærivélunum.
Mjög ánægð með útkomuna en þessi kakan var til gamans gerð. Eitthvað sem mig hafði lengi langað til að reyna á.
Leave a Reply