Það er alltaf gaman að bera fram fallega og gómsæta tertu. Marsípanterta með góðri fyllingu er málið og hentar hún einkar vel við fín tilefni.
Ég fæ alltaf góðar minningar upp í hugan þegar ég bragða á dásamlegum marsípantertum. Þær minna mig á stóra viðburði í mínu lífi. Það er gaman að breyta til og hafa í boðinu sparilega tertu sem smakkast vel.
Botninn er bleyttur með ávaxtasafa – passa sig að setja ekki of mikið.
Það er mjög einfalt að búa til jarðarberjakremið. Duftinu er blandað saman við mjólk og það hrært vel saman. Það þykknar þegar byrjað er að hræra.
Ávextir gera mikið fyrir sætar kökur.
Um að gera að hafa nóg af rjóma á milli. Alltaf svo gott.
Hér er búið að smyrja rjóma utan um kökuna. Marsipanið er tilbúið til að setja beint yfir. Algjör snilld, þarf ekkert að hnoða og fletja út. Það kemur útflatt. Þetta flýtti mikið fyrir skreytingunni á kökunni.
Það getur verið vandasamt að fá marsipanið til að verða alveg slétt þegar um rjómakökur er að ræða. Gott að kæla kökuna vel og setja massann síðan yfir.
Súkkulaðiganache er hellt yfir, glansandi og fínt.
Kakan er að lokum skreytt. gaman að gera fallegan borða utan um kökuna með því að lita marsípan, rúlla því uppp og setja utan um kökuna. Marsípanblómin eru búin til með sérstöku sílikonmóti.
Mér finnst Perlurnar koma sérlega vel út svo sparilegar. Þær fást í Bónus.
*Þessi færsla er unnin í samstarfi við Odense
Leave a Reply