Skoða

Cheerios kransakaka með skákskrauti

Alveg geggjað að gera skemmtilega kransaköku.  Hér er cheeriosblanda notuð en mér finnst cheerioshringirnir koma mjög vel út í blöndunni.  Kakan er skreytt með sykurmassa taflmunstri og tónlistarmunstri þar sem fermingarbarnið spilar skák og á píanó.

Uppskrift: 
200 g smjör
600 g rjómasúkkulaði
400 g DanSukkersíróp
300 g cheerios
300 g karamellukurl

Aðferð: 

Smjör, rjómasúkkulaði og síróp brætt saman í potti. Passa að hafa ekki of háan hita svo blandan brenni ekki við og muna að hræra í  af og til allan tímann. Cheerios sett út í blönduna og karamellukurlið sett saman við þegar búið er að kæla blönduna smá stund. Misstórir hringir mótaðir (mjög gott að nota plasfilmi ef kransakökumót er notað), hringirnir eru fyrstir og síðan festir saman þegar þeir hafa beðið í dágóðastund frystingu.  Brætt súkkulaði er notað til að festa hringina.  Kakan er skreytt með sykurmassa.

Skraut: 

Sykurmassi – hvítur, svartur og grænn.  Taflmennirnir eru handskornir og tónlistartáknin eru mótuð með sílikonmóti.

Toppurinn er búinn til með sykurmassa – handskorið.

IMG_5873_0545

IMG_5846_0518

IMG_5873_0545

IMG_9537_1820

Related Posts