• Skip to main content
  • Skip to primary sidebar

Mömmur.is

  • Piparkökuhúsadrottning Íslands
    • Ólabakarí
    • Jensínuhús – Piparkökuhús
  • Jólabakstur
    • Piparkökuhúsa uppskrift
    • BingókúluSörur
    • Guðdómlegar smákökur
    • Súkkulaðibitasmákökur (hrært)
    • Hvítur draumur
  • Tilefni
    • Afmæli
      • Kökur
      • Bollakökur
      • Kökupinnar
      • Brauðtertur
      • Leikir
    • Brúðkaup
    • Skírn
    • Ferming
      • Fermingarveislan
      • Fermingarnar nálgast
      • Fermingarkaka
      • Fermingarskreytingar
      • Kransakaka
      • Brauðtertur
      • Smáréttir
  • Bakstursráð
  • Uppskriftir
    • Uppskriftasafnið
    • Marengs
    • Tertur
    • Skyr/ostakökur
    • Gotterí
    • Muffins
    • Kökupinnar
    • Pinnamatur
    • Salat
    • Brauðréttir
    • Bollur
    • Krem
    • Sykurmassagerð
  • Heimilið
  • Mömmur mæla með
  • Um mig
    • Umfjöllun
  • Piparkökuhúsaskreyting á aðventunni

May 1, 2018

Toblerone rjómaterta í glasi

Fb-Button

FD3E3BAD-0C4E-4487-A472-6B8F456BC6C4Sumarleg og skverleg. Bragðið er algjör unaður.  Þessi réttur er algjör hintari í næsta tilefni.  Í stærri veislur er sjarmur yfir rjómatertu í glasi. Ég er að segja ykkur það, þetta er málið. Mæli með að þið prófað.

Toblerone peruterta í glasi

Created by Hjördís Dögg Grímarsdóttir on May 1, 2018

Toblerone terta í glasi

Ingredients

Svampbotn

  • 6 stk egg
  • 260 g sykur
  • 100 g hveiti
  • 100 g kartöflumjöl
  • 2 stk lyftiduft

Marengsbotn

  • 6 stk eggjahvítur
  • 320 g sykur
  • 1 1/2 tsk lyftiduft

Tobleronekrem

  • 4 stk eggjarauður
  • 100 g flórsykur
  • 1 l rjómi - þeyttur
  • 350 g Toblerone - brætt

Fylling

  • 1 l þeyttur rjómi
  • 1 stk perudós - stór
  • 10 stk Oreokex -mulin

Instructions

Svampbotn

  1. Sykur og egg eru þeytt saman. Hveiti, lyftidufti og kartöflumjöli blandað saman við og hrært vel. Deigið er sett í ofnskúffumót og bakað við 175°C hita í um 18-20 mínútur. Svampbotninn er skorinn út í litla hringi.

Marengsbotn

  1. Eggjahvítur og sykur er stífþeytt. Lyftidufti blandað varlega saman við. Blandan er sett í sprautupoka og litlum rósum sprautað á bökunarpappír. Bakað við 130°C hita í um 1 1/2 klst.

Tobleronekrem

  1. Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Bræddu toblerone blandað varlega saman við. Rjóminn er þeyttur og tobleroneblöndunni hrært saman við, varlega.

Samsetning í glösin

  1. Ég keypti Duna plastglös en mér fannst þau henta fullkomlega fyrir réttinn. Svambotnshringirnir eru settir í botninn. Perusafa hellt yfir og perubitnum sáldrað yfir. Þeytti rjóminn kemur síðan yfir og marengsrósin er síðan sett ofan á. Efst er Tobleronekreminu sprautað eins og rós yfir marengsinn. Kemur vel út að sáldra muldu Oreo yfir rósina.
  • Print

Sjáið hvað glasaréttir koma vel út á fallegum standi.  Hér er búið að blanda saman jarðarberjatertu í glasi og Tobleronetertu í glasi.

016FCF6F-4940-4E4B-BA20-954FD4AC203E

Fleiri færslur

  • FótboltatertaFótboltaterta
  • TöffaratertaTöffaraterta
  • TobleronekökurTobleronekökur
  • Bleik blómleg veislutertaBleik blómleg veisluterta
  • Þjóðátíðartertan 2016Þjóðátíðartertan 2016
  • Marsípanterta með jarðarberjafyllinguMarsípanterta með jarðarberjafyllingu
  • RjómatertaRjómaterta
  • MömmukroppurMömmukroppur
  • Spes Nóa kroppariSpes Nóa kroppari
  • SkírnartertaSkírnarterta
  • Koddalaga skírnartertaKoddalaga skírnarterta
  • PeruæðiPeruæði

Filed Under: Ferming, Fermingarkaka, Smáréttir, Tertur, Uppskriftir Tagged With: glasaréttur, rjómaterta, toblerone, Tobleronekaka

Reader Interactions

Leave a Reply Cancel reply

Fylgast með:
Facebook

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Ég heiti Hjördís Dögg Grímarsdóttir og er 38 ára kennari sem elskar að baka og stússast í kringum kökur. Ég er eigandi mömmur.is en síðuna stofnaði ég árið 2008 í þeim tilgangi að auðvelda öðrum undirbúning ýmissa tilefna.

  • Email
  • Facebook
  • Instagram
  • Pinterest
  • YouTube
Parki Gott í matinn Fying Tiger

Copyright© 2021 · by Shay Bocks