
Hér kemur vatnsdeigsbolluhugmynd sem kemur skemmtilega á óvart. Ég er alltaf hrifin af einfaleikanum þegar kemur að fyllingu í bolludagsbollurnar en þá finnst mér sulta og þeyttu rjómi alltaf koma best út. Það kemur vel út að blanda sultunni saman við rjómann en þá er kominn jarðarberjarjómi. Það er líka gaman að gera eitthvað nýtt og til dæmis skreyta bollurnar með litríkum nammibitum. Hér eru bollurnar hjúpaðar með bræddu Lindu súkkulaði og skreyttar með trompbitum.

Vatnsdegisbollur
Uppskrift fyrir ca. 15-20 stk
160 g smjör
4 dl vatn
½ tsk salt
200 g Pillsbury hveiti
4-5 stk egg eða um 220 g af eggjum
Aðferð:
- Bræddu smjör að mestu í potti við miðlungshita.
- Settu vatn saman við smjörið og hitaðu að suðu.
- Blandaðu hveiti og salti saman við og hrærðu vel. Slökktu á hellunni og haltu áfram að hræra þar til deigið hefur blandast vel saman og farið að losna frá brúnum pottsins.
- Settu þá deigið í hrærivélaskál og hrærðu deigði á miðlungs hraða þar til hitinn er farinn úr því.
- Settu eitt og eitt egg saman við deigið og hrærðu vel á milli.
- Settu deigið í sprautupoka eða notaðu matskeið til að móta bollur á bökunarpappír. Hægt að leika sér með lögunina og gera hring eða bollur.
- Bakaðu bollurnar við 190°C hita blástur í ca. 30 mínútur. Passið að opna ekki ofninn á meðan.


