Skoða

Vanillukrem

Rosalega milt og gott krem sem harðnar fljótt þegar búið er að skreyta með því.

Uppskrift:

250 g  smjör (linað við stofuhita)
410 g flórsykur
2 msk rjómi
2 tsk vanilludropar
Aðferð:
Linað smjör, flórsykur, rjómi  og vanilludropar hrært vel saman í 3
mín. Hægt að nota aðrar bragðtegundir og skipta út fyrir vanilludropana. Gott
að nota kremið sem fyrst.

13 comments
  1. Er í smá vandræðu…ég gerði svona cupcakes í afmæli um daginn og sprautði smjörkremi á súkkulaðikökurnar. Ég setti kremið í svona keilu uppá við (eins og ís) en kremið er svo sætt og það fer svo mikið krem á kökurnar…er ekki hægt að nota einhverskonar öðruvísi krem?hvað er verið að nota í þessar cupkakes sem eru með svona miklu kremi?
    kv.Elva

  2. Það fer alltaf svolítið af kremi þegar verið er að skreyta cupcake en þú getur í raun stjórnað hvað þú vilt hafa hafa “turnin” breiðan. Þú getur prófað þig áfram með krem og finnur m.a. uppskrift af gulrótarkremi og súkkulaðikremi hér á þessari síðu. Gangi þér vel.

  3. Ég er farin að nota nánast eingöngu rjómaostakrem á mínar venjulegu cupcakes geri þá helmingi meiri rjómaost en smjör og flórsykurinn fer í skömmtum útí og smakka mig til þannig að sætan í kreminu passi við sjálfa kökuna. t.d. ef ég geri gulrótarcupcakes þá nota ég meiri sykur því sjálf kakan er meira krydd en sæt, vanillukaka fær minna sætt krem og oft nota ég ekta piparmyntubragðefni til að piffa upp í kreminu en þá þarf að passa sig á magni dropanna og minnka vanilluna.
    Annars er til svo mikill fjöldi af kremum og kökum í þessum flokki núna að það er engin hemja og allir eiga sína uppáhalds. Mæli með því að googla bara cupcake recipe og sjá allann fjöldann sem er í boði og alla þættina sem verið er að framleiða í USA um þessar kökur.
    Magnið á sjálfar kökurnar er auðvitað einstaklingsbundið en alvöru cupcakes eru 2/3 hluti kaka á móti 1/3 hluta krem og skraut.

  4. Er gg gott krem og er stolt af mommur.is eg hvet alla að profa eitthvad a mommur.is

  5. Mömmur hvaða krem finnst ykkur best ég vil fá fagmannlegt álit
    Já og hvernig bakar maður ostaköku og cremé bruulee

  6. OKkur finnt þetta bollakökukrem best: http://mommur.is/archives/6185

    Ostakökur eru yfirleitt gerðar þannig að kex er mulið í skál, smjör bætt saman við. Þessi blanda sett í botninn og rjómaostablanda með þeyttum rjóma og því sem þér finnst gott að setja í sett ofan á. Kakan er fryst og borin fram köld. Matarlímablöð eru oft notuð. Sjá uppskrift hér: http://mommur.is/archives/5776

    Cremé bruulee hef ég ekki gert en hér má finna upplýsingar um það: http://is.wikipedia.org/wiki/Cr%C3%A8me_br%C3%BBl%C3%A9e

  7. Hæ hæ ég ætla að gera mörgæsaköku og er að velta fyrir mér hvaða og hvernig krem ég ætti að gera á hana? Í fyrra gerði ég súkkulaðismjörkremið og það var rosalega gott, en mörgæsir eru svartar og hvítar og því er ég að spá hvort það sé hægt að nota hvítt súkkulaði í kremið? Verður það vont, kannski of væmið? Er hægt að kaupa svartan matarlit?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts