• Skip to main content
  • Skip to primary sidebar

Mömmur.is

  • Bollur
    • Vatnsdeigsbollur sem klikka ekki
    • Trompaðar vatnsdeigsbollur
    • Súkkulaðibollur með nutella og banönum
    • Vatnsdeigsbollur með bingókúlusósu
    • Súkkulaðibollur með Oreofyllingu
    • Mottumars rjómabollur
    • Vatnsdeigsbollur 2
    • Litríkar rjómabollur
    • Ljúffengar rjómabollur
    • Berlínarbollur
  • Tilefni
    • Afmæli
      • Kökur
      • Bollakökur
      • Kökupinnar
      • Brauðtertur
      • Leikir
    • Brúðkaup
    • Skírn
  • Ferming
    • Fermingarveislan
    • Fermingarnar nálgast
    • Fermingarkaka
    • Fermingarskreytingar
    • Kransakaka
    • Brauðtertur
    • Smáréttir
  • Uppskriftir
    • Uppskriftasafnið
    • Marengs
    • Tertur
    • Skyr/ostakökur
    • Gotterí
    • Muffins
    • Kökupinnar
    • Pinnamatur
    • Salat
    • Brauðréttir
    • Krem
    • Sykurmassagerð
  • Bakstursráð
  • Heimilið
  • Mömmur mæla með
  • Um mig
    • Umfjöllun

March 3, 2019

Vatnsdeigsbollur með bingókúlusósu

Fb-Button

Fullkomnar vatnsdeigsbollur

Bolludagurinn er einn af mínum uppáhaldsdögum. Bæði er það baksturinn sem heillar mig en einnig finnst mér bollurnar gómsætar.

Mörgum finnst vandasamt að baka vatnsdeigsbollur en ef réttri aðferð er fylgt þá eiga þær að heppnast. Það er vel hægt að leika sér með rjómafyllinguna og það sem sett er ofan á bollurnar en í ár þá prófaði ég að gera bingókúlusósu sem kom líka svona vel út með bollunum. Ég mæli með þessri uppskrift, hún er þekkt fyrir að heppnast vel.

Vatnsdeigsbolludeig

fullsizeoutput_3e1b

Finnst þessi skál algjört æði en hún er frá versluninni Bast í Kringlunni.

Fullkomnar vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur með bingókúlusósu

Created by Hjördís Dögg Grímarsdóttir on March 3, 2019

Vatnsdeigsbollur með bingókúlusósu

  • Prep Time: 40m
  • Cook Time: 25m
  • Total Time: 1h 5m
  • Serves: 20
  • Yield: 20 bollur

Ingredients

Uppskrift fyrir ca. 25 stk

  • 400 ml vatn
  • 160 gr smjör
  • 200 gr hveiti
  • 1/4 tsk salt
  • 5 stk egg

Fylling

  • 1/2 l rjómi frá Gott í matinn – þeyttur
  • Jarðarberjasulta
  • Kókósbollur

BIngókúlusósa

  • 1 poki bingókúlur
  • 30 ml rjómi frá Gott í matinn

Skraut

  • Lakkrískurl
  • Kókósbolla

Instructions

Aðferð:

  1. Hitið vatn og smjör saman í potti að suðu (gott að bræða smjörið örlítið áður en vatnið er sett út í) bætið þá hveiti og salti saman við og slökkvið á hellunni.
  2. Hrærið með sleif þar til deigið verður slétt og fellt.
  3. Blandan er sett í hrærivélaskál og hrærð með þeytara þar til hún kólnar að mestu.
  4. Eggin eru sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel í á milli. Hrært þar til hræran verður jöfn og góð.
  5. Deigið er sett á bökunarpappír (á bökunarplötu) með t.d. matskeið. Mikilvægt að hafa gott bil á milli.
  6. Bollurnar eru bakaðar við 200°C í 25 mín við blástur.. Það má ekki opna ofninn meðan á bakstri stendur. Passið að hafa nægilegt bil á milli svo bollurnar geti blásið út.
  7. Sulta, þeyttur rjómi og ferskir ávextir henta vel á milli. Kókósbollur koma einnig mjög vel út með rjómanum.
  8. Bingókúlurnar eru bræddar í potti með rjómanum. Bingókúlusósunni er síðan hellt á milli sem og ofan á bollurnar.
  9. Bollurnar eru skreyttar með lakkrískurli og kókósbollu.
Source: vatnsdeigsbollur
  • Print

fullsizeoutput_3dd8

Fallegt að bera bollurnar í þessari fallegu bleiku skál en hana fékk ég í samstarfi við verslunina Bast.  Plattinn sem tilbúnu bollurnar eru á fékk ég hjá fyrirtækinu Orgus.

Fleiri færslur

  • VatnsdeigsbollurVatnsdeigsbollur
  • Súkkulaðibollur með nutella og banönumSúkkulaðibollur með nutella og banönum
  • PrinessubollaPrinessubolla
  • Súkkulaðibollur með OreofyllinguSúkkulaðibollur með Oreofyllingu
  • Mottumars rjómabollurMottumars rjómabollur
  • BerlínarbollurBerlínarbollur
  • Vatnsdeigsbollur 2Vatnsdeigsbollur 2
  • Ljúffengar rjómabollurLjúffengar rjómabollur
  • Bolludagsbollur 1Bolludagsbollur 1
  • Bolludagsbollur 2Bolludagsbollur 2
  • Bolludagsbolla í BollakökulíkiBolludagsbolla í Bollakökulíki
  • EplabollurEplabollur

Filed Under: Bollur, Kökurnar, Uppskriftir Tagged With: bolludagurinn, bollur, vatnsdeigsbollur

Reader Interactions

Leave a Reply Cancel reply

Fylgast með:
Facebook

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Ég heiti Hjördís Dögg Grímarsdóttir og er 38 ára kennari sem elskar að baka og stússast í kringum kökur. Ég er eigandi mömmur.is en síðuna stofnaði ég árið 2008 í þeim tilgangi að auðvelda öðrum undirbúning ýmissa tilefna.

  • Email
  • Facebook
  • Instagram
  • Pinterest
  • YouTube
Parki Gott í matinn Fying Tiger

Copyright© 2021 · by Shay Bocks