Bolludagurinn er einn af mínum uppáhaldsdögum. Bæði er það baksturinn sem heillar mig en einnig finnst mér bollurnar gómsætar.
Mörgum finnst vandasamt að baka vatnsdeigsbollur en ef réttri aðferð er fylgt þá eiga þær að heppnast. Það er vel hægt að leika sér með rjómafyllinguna og það sem sett er ofan á bollurnar en í ár þá prófaði ég að gera bingókúlusósu sem kom líka svona vel út með bollunum. Ég mæli með þessri uppskrift, hún er þekkt fyrir að heppnast vel.
Finnst þessi skál algjört æði en hún er frá versluninni Bast í Kringlunni.
Fallegt að bera bollurnar í þessari fallegu bleiku skál en hana fékk ég í samstarfi við verslunina Bast. Plattinn sem tilbúnu bollurnar eru á fékk ég hjá fyrirtækinu Orgus.
Leave a Reply