Skoða

Coca Cola jól

Ég er þeirra gæfu aðnjótandi að vinna á mentnaðarfullum, skapandi og gefandi vinnustað en ég vinn sem kennari við Grundaskóla á Akranesi.

Árlega er haldin svokölluð “kaffistofukeppni” en keppnin gengur út á að skreyta kaffistofuna stigsins (yngstasti-miðstig og unglingastig) á skemmtilegan hátt. Ákveðið þema verður fyrir valinu á hverju ári og fer starfsfólk á fullt við að skreyta sitt svæði.  Í ár valdið stigið sem ég vinn á að skreyta í anda Coca Cola jólþema.  Við fórum á fullt og lögðum allt í skreytingarnar. Mikil stemning skapast við undirbúninginn og er þetta frál að þjappa hópnum saman.

Á kaffistofukeppnisdaginn sjálfan kemur dómnefnd en hún er yfirleitt skipuð bæjarstjóranum á staðnum okkar  og hans fylgdarkonum.  Hann tekur út staðinn og hver stofa fær sína einkunn.

Mig langað að sýna ykkur myndir frá þessum frábæra degi, þær kannski sýna ekki hina raunverulegu stemningu sem myndast hjá starfsfólki og nemendum en gefur okkur smá mynd af því sem fer fram.

Í skólanum sjálfum voru nokkur þemu í gangi og voru þau hver öðru flottari. Gestir streymir inn í skólann þennan dag en mikið líf og fjör myndast í kringum svæðin.

Í tilefni af kaffistofukeppninni sömdu tveir samstafsfélagar mínir jólalag Grundaskóli 2011 en myndirnar við myndbandið sýna einnig stemninguna þennan dag.  Lagið má finna hér:

Leyfum myndunum að tala sínu máli.

Hér er búið að breyta Góða MS ísskápnum okkar í Coca Cola ísskáp, innihaldið var í sama þema 🙂

Kaffistofan sjálf var gerð að íshelli þar sem ísbirnir, frostrósir og annað kuldalegt léku aðalhlutverkið.

Fengum lánaða Coca Cola antikmuni en þeir settu svo sannarlega svip sinn á borðið.

Allt leirtau var tekið úr hillum og Coca Cola í gleri sett í staðinn. Hver myndi ekki vilja hafa fullar hillur af Coca Cola í gleri?

Hellirinn var fullur af Nóa Síríus konfekti og nammi en það passar vel við þemað.

Verður hátíðarborðið þitt skreytt á þennan hátt?

Coca Cola jólalögin ásamt myndböndum ómuðu um svæðið.

Ekki má gleyma kökunni en auðvitað skelltum við hjá mömmur.is í einn stykki bíl (tók bara 15 klst að vinna hann 🙂

Íshellirinn mikli, svo notarlegur!

Hvaðan koma þessir ísbirnir?

Svalandi…

Jólasveinarnir biðu spenntir eftir kökunni.

Coca Cola kórinn tók lagið fyrir dómnefndina.

Í góðum félagsskap

2 comments
  1. Vá þvílíkur metnaður, ótrúlega flottar skreytingar, veitingar og búningar og kakan toppar þetta allt saman ! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts