Skoða

Kisukaka

Kisukaka

Þessi krúttlega kisa er tilvalin fyrir kisudýrkendur. Liturinn er bleikur þar sem afmælisbarnið sem fékk kökuna elskar bleikan lit. Það kemur skemmtilegur svipur á kökuna þegar kisan er látin liggja á maganum.

Þessi kaka er búin til úr súkkulaðiköku með smjörkremi á milli og sykurmassa yfir.  Dökkbleikur (1/4) og ljósbleikur (1/2 sykurmassi ) eru notaðir sem aðallitir. Til að fá skottið til að standa út í loftið var notað sveigjanlegt járn. Kisuhárin eru einnig búin til úr járni og það síðan litað með svörtum tússlit.

KisukakaKisukakaKisukaka

9 comments
  1. Kisuhárin eru búin til úr vír sem síðan er litaður með svörtum tússpenna. Einnig hægt að nota grillpinna og lita svarta.

  2. kettir eru ekkert spes en gætuð þið hugsað að búa einhvern tímann tilhundaköku?

  3. Þetta er algjör snilld, rosa sæt kaka þar sem ég elska ketti dauðlangar mig til að kunna að gera svona sykurmassa, en eini gallinn er að ég hreinlega finn ekki myndbandið sem þið sögðust hafa sett inná af því þegar sýnt er hvernig massinn er flattur út og settur á kökuna, er búin að horfa á hvernig degið er búið til og langaði til að sjá framhaldið 🙂 Þetta er alveg æðislega sniðugt og flott sem er hægt að gera.

  4. Fann myndbandið 🙂 Algjör snilld. Nú er bara að skoða fylgihlutina og prufa sig svo áfram.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts