Skoða

Lakkrístoppar að hætti mömmur.is

Lakkrískurlkökur

Lakkrískurlkökur

Uppskrift fyrir 80 stk.

3 stk eggjahvítur

100 g Dan Sukker púðursykur

100 g Dan Sukker sykur

200 g lakkrískurl

100 g rjómasúkkulaði, gróf brytjað

Aðferð:

Stífþeytið eggjahvítur, blandið síðan sykrinum saman við og þeytið vel. Lakkrískurl og rjómasúkkulaði er bætt varlega út í og hrært saman við með sleikju. Sett á bökunarplötu með teskeið eð smákökuskeið. Bakað við 170° C í 16-18 mínútur. Kælt áður en tekið er af plötunni.

14 comments
  1. Góða kvöldið
    Þegar maður bræðir súkkulaðið út með lakkrísnum verður þá LAKKRÍSIN HARÐUR. mÉR FINNST ALLTAF ÞEGAR MAÐUR ER BÚIN AÐ BAKA ÞÆR AÐ ÞÆR VERÐA SVO HARÐAR ER ÞAÐ MEÐ ÞESSAR

  2. ég mundi alveg sleppa því að bræða súkkulaðið og lakkrísin.
    mér finnst best að nota bara púður og skera súkkulaðið í misstóra bita, bæði litla og svo hafa einn og einn stærri 🙂

    hef líka lennt í þessu með lakkrísin. maður þarf bara að fylgjast rosalega vel með kökunum 🙂

  3. Ég set bara tilbúinn súkkulaðispæni og bræði ekkert, reyndar nota ég bara uppskriftina eins og hún er á pökkunum frá Nóa-Siríusi.

  4. Ég notaði þrista síðustu jól, mér fannst það koma mun betur út, hann verður ekki jafn harður og lakkrísinn 🙂

  5. bökunar tíminn er of langur þess vegna verður lakkrísinn harður
    ég baka á 165°c og bara í 10 min
    og bara að brytja súkkulaðið

  6. Hjá mér er stór hluti af þeim sem falla eftir að þeir koma úr ofninum og eru seigir. Hvað getur það verið? Hef ég þeytt það of mikið?

  7. Ég þeyti eggjahvíturnar vel, bæti sykrinu útí og þeyti mjög vel eða þar til blandan er orðin stífþeytt (lekur ekki niður af þeytispaðanum þegar hann er tekinn upp). Blanda súkklaðinu og lakkrískurlinu saman við (mjög varlega). Set strax á bökunarpappír og í ofninn um leið. Baksturinn getur verið misjafn eftir því hvernig ofninn þinn er. Ég var með mína toppa í ca. 18 mínútur við blástur 170°C hita.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts