Skoða

Lyklaleikurinn

Það er hægt að grípa í þennan leik hvenær sem er meðan á brúðkaupsveislunni stendur.

Þessi leikur gengur út á að fá brúðurina eða brúðgumann til að roðna.

Áður en brúðhjónin mæta í veisluna þarf að dreifa nokkrum lyklum hér og þar um salinn. Ef leikurinn er fyrir brúðurina þarf að finna karlmenn til að geyma lykil en konur ef leikurinn er fyrir brúðgumann.

Þegar rétti tíminn gefst stendur einn upp og segist þurfa að játa svolítið fyrir viðkomandi.

Það er til dæmis hægt að segja: Kæra brúður, áður en þú kynntist ___________ fékk ég lykil af húsinu þínu. Núna ert þú gift/ur og hef ég lítil not fyrir lyklana sem ég fékk hjá þér um árið. Ég sé ekki annað en að ég verði að skila þér lyklunum núna þar sem þú ert búin/nn að gifta þig. Ég hvet alla þá í salnum sem hafa auka lykil hjá ____________ að skila þeim.

Þá standa þeir upp hver á fætur öðrum sem fengu lykil og leggja hann á borðið fyrir framan brúðurina eða brúðgumann.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts