Skoða

Mömmukroppur

Uppskrift:

Hvítur botn

180 g smjörlíki
180 g sykur
3 stk egg
180 g hveiti
1 tsk lyftiduft
2 msk mjólk

Aðferð: Smjörlíki og sykur hrært vel saman. Eggjum bætt út í og hrært vel saman. Hveiti, lyftidufti og mjólk bætt út í og hrært  saman við deigið. Sett í eitt bökunarform og bakað við 175°C í c.a. 30 – 35 mín.

Bananarjómi
2 ½  dl rjómi + 1 dl rjómi þeyttur yfir efri botninn
1 msk flórsykur
¼ tsk vanilludropar
2 – 3 bananar

Aðferð:Rjóminn er stífþeyttur, flórsykur og vanilludropar settir varlega saman við. Bananarnir stappaðir í mauk og settir varlega saman við rjómann.

Kit kat botn
150 g rjómasúkkulaði
50 g smjör
1 msk síróp
2 pk kit kat súkkulaði (mulið)

Aðferð:Súkkulaði, smjör og síróp brætt saman í potti ( ekki of háan hita) og hrært vel í á meðan. Kit kat mulið og sett saman við. Sett í form jafnstórt og kakan er og kælt í frysti smá stund.

Nóakroppsbotn
½ dl rjómi
150 g rjómasúkkulaði
25 g smjör
1 poki nóa kropp

Aðferð:Rjómi og smjör hitað og rjómasúkkulaði sett út í og hrært saman þar til súkkulaðið er bráðið. Kælt áður en það er sett yfir  kit kat botninn.

Samsetning: Kökubotninn er skorinn í sundur, bananarjóminn settur á milli. 1 dl  þeyttur rjómi settur yfir efri botninn. Kit kat botninn settur yfir rjómann og Nóa kroppssúkkulaðið hellt yfir Kit kat botninn.  Nóa kroppið raðað yfir.

Líka hægt að hafa einn hvítan botn, bananarjómann yfir, þar yfir Kit kat botninn og að lokum Nóa kroppssúkkulaðiblönduna.

Það er mjög gott ráð að láta kökuna standa í kæli í 1 sólahring, þannig nær hún að blotna og verður betri fyrir vikið.

2 comments
  1. Hvernig get ég prentað þetta út.Langar svo í uppskriftina en nenni ekki að skrifa hana upp.Kv Anna

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts