Skoða

Súkkulaði Pavlova

IMG_4021

Þessi Pavlova er virkilega góð – gaman að prófa sig áfram  með botninn og t.d. setja kakó og súkkulaði í hann eins og gert var í þetta skiptið.

Uppskrift: 

6 eggjahvítur

1 tsp cream of tartar

330 g sykur

40 g kakó

1 1/2 tsk lyftiduft

50 g mjókursúkkulaði

Fylling: 

3/4 líter þeyttur rjómi

100 g appelsínu mjólkursúkkulaði

30-50 vínber

30 súkkulaðirúsínur

Kókosflögur eftir smekk
Aðferð: 

Eggjahvíturnar eru þeyttar ásamt cream oft tartar, sykrinum blandað smátt og smátt saman við þar til blandan er orðin stífþeytt.

Kakó, lyftiduft og brytjað mjólkursúkkulaði bætt varlega út í blönduna.

Blandan er sett á bökunarpappír og bökuð við 120 gráða hita í ca. 1 1/2 klst.

Rjómafyllingin ásamt brytjuðu appelsínusúkkulaði er síðan sett yfir kökuna, vínberin, súkkulaðirúsínurnar og kókósflögurnar settar yfir rjómann.

IMG_3712

IMG_3746

1 comment
  1. Hlakka mikið til að prófa þessar spennandi tertur sem mér líst sérlega vel á

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts