- Prep Time: 12m
- Cook Time: 18m
- Total Time: 30m
- Serves: 20 Manns
- Yield: 30 bollakökur
Ingredients
Uppskrift
- 2 stór egg
- 2 tsk vanilludropar
- 120 ml olía
- 240 ml mjólk
- 1 tsk salt
- 3 tsk lyftiduft
- 400 gr sykur
- 325 gr hveiti
- 240 ml vatn
Bollakökukrem
- 250 g smjör (linað við stofuhita)
- 410 g flórsykur
- 2 msk rjómi
- 2 tsk vanilludropar
Instructions
Bollakökur - aðferð:
- Þurrefnunum er blandað saman í skál.
- Mjólk, olíu, eggjum og vanilludropum blandað saman í skál og hrært varlega saman.
- Þurrefnunum er blandað saman við og hrært vel saman í hrærivél.
- Vatninu er blandað varlega saman við í lokinn.
- Deigið er sett í bollakökumót. C.a. 1 tsk í hvert mót ef notuð eru lítil bollakökumót en ca. 2 msk ef notuð eru stór bollakökuform (gott að miða við að fylla mótið að hálfu).
- Kökurnar eru bakaðar í ca. 18 mínútur við 165-170 °C hita.
- Kökunum er leyft að kólna áður en þær eru skreyttar með kremi.
Bollakökukrem - aðferð
- Linað smjör, flórsykur, rjómi og vanilludropar hrært vel saman í 3 mín. Hægt að nota aðrar bragðtegundir og skipta út fyrir vanilludropana. Gott að nota kremið sem fyrst.
- Kremið er sett í sprautupoka og 1m eða 2D sprautustútur notaður til að búa til fallegar rósir. Hægt að skreyta kökurnar með t.d. fíngerður kökuskrautskúlum.