Skoða

Pestósnúðar

pestosnúdar

-samstarf-

Pestósnúðar henta vel henær sem hugrið sækir að. Þægilegt að eiga þá í frystinum eða til að gæða sé á um leið og þeir hafa bakast.
Deigið er látið lyfta sér í um 1 klst.
Deigið er flatt út.
Pestó með sólþurrkuðum tómötum passar vel við snúðana.
Pestó smurt yfir.
Skinka og pepperoni skorið smátt og sett yfir.
Rifinn ostur sáldraður yfir.
Deiginu er rúllað upp.

Brauðdeig

  • 300 ml volgt vatn
  • 12 g þurrger
  • 2 msk olía
  • 2 tsk sykur
  • 2 tsk salt
  • 500 g hveiti

Fylling

  • 1 krukka Sacla pestó með sólþurrkuðum tómötum
  • 1 pakki skinka – fínt skorin
  • 1 pakki pepperoni – fínt skorið
  • 1 poki rifinn ostur

Aðferð

  1. Settu þurrger, sykur og olíu í skál með volgu vatni.
  2. Hrærðu vel saman og blandaðu salti saman við.
  3. Bættu hveitinu saman við og hnoðaðu deigið í 5-10 mínútur.
  4. Deigið er látið lyfta sér í um 1 klst eða þar til það hefur tvöfaldað sig.
  5. Flettu deigið út og smurðu pestó yfir það.
  6. Sáldraðu skinku og pepperoni yfir ásamt rifnum osti.
  7. Rúllaðu deigið upp og skerðu í hæfilega stóra bita.
  8. Settu snúðana á bökunarplötu og bakaðu við 185 °C hita í um 18-20 mínútur.
Related Posts