Skoða

Mars Rice krispieskaka

Finnst Rice Krispiesblanda  alltaf jafn góð. Ákvað að breyta til og bæta mars súkkulaði saman við blönduna.

Þið ættuð prófa þessa hún er guðdómlega góð

Uppskrift:

350 g 56 % Nóa Síríus súkkulaði

150 g Mars súkkulaðistykki

425 g síróp

150 g smjör

280 g Rice Krispies

Aðferð:

Allt nema Rice Krispies sett saman í pott, hitað þar til allt er bráðið. Að lokum er Rice Krispieskornin sett saman við og blandan hrærð saman við.

Hræran er sett í smurð mót og kæld

Fylling:

1/2 líter þeyttur rjómi

2 stk bananar

Karamella (heimatilbúin eða tilbúin):

Uppskrift af heimagerðri karamellu er: 100 g púðursykur, 25 g smjör og 2 dl rjómi: Sett í pott og hitað að suðu. Látið sjóða í ca. 2 mínútur. Hræra vel í á meðan.

Aðferð:

Rjóminn er þeyttur. bananarnir skornir í bita og karamellan gerð klár. Bananabitar eru settir ofan á botninn, Rjómablandan er sett á milli botnanna, karamellan á milli og bananarnir settir ofan á í lokinn. Efri botninn er settur ofan á og kakan síðan skreytt að vild.

Áhöld sem eru notuð: Sólblómskerar, fiðrildasílikonmót, blómasílikonmót, tilbúinn sykuramssi, wilton bökunarmót, glimmer

Erfitt að standast þetta…

Elska þessi mót, bjóða upp á svo mikla möguleika!

Æðislegir sumarlitir og smá glimmer í miðjuna toppar skreytinguna.

 

 

 

10 comments
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts