Skoða

Skírnarterta fyrir sanna prinsa

Það er yndislegt að fá að taka þátt í undirbúningi fyrir skírn. Skírnarkakan spilar þar stórt hlutverk. Þegar kom að skírn hjá einni okkar í mömmur.is þá var höfuðið lagt í bleyti og miklar pælingar um skírnartertur fóru í gang. Höfðum gert nokkarar útgáfur af þannig tertum og vildum bæta fleiri hugmyndum í bankann.  Því fjölbreyttari því betra.

Gaman að segja frá því að barnið fékk nafnið Grímar Dagur en hann er skírður í höfuðið á föður okkar systra.

Kakan var gerð úr svamptertubotnum með súkkulaði/karamellufyllingu og jarðarberjamús. Botnarnir voru bleyttir með perusafa, jarðaberjasulta smurð yfir og perur út dós byrtjaðar yfir. Súkkulaðifyllingin er sett yfir og jarðaberjamús sett yfir súkkulaðifyllinguna. Rjómi er smurður utan um alla kökuna og  hún síðan hjúpuð með sykurmassa.

Jarðaberjamús sem þarf lítið að hafa fyrir var fyrir valinu. Við erum nýbúnar að fá í sölu geggjað jarðaberjamúsaduft. Duftinu er blandað saman við volgt vatn og síðan saman við léttþeyttan rjómann.

Súkkulaðifylling:  3/4 l  þeyttur rjómi, 250 g brætt Síríus  rjómasúkkulaði, kælt og síðan sett saman við rjómann.  3 msk af Lífræntrækaðri Karamellusósu frá St. Dalfour  sósu (fæst t.d. í Hagkaup) bætt saman við. 200 g af smátt brytjuðu Toblerone súkkulaði blandað saman við.  Gott að kæla fyllinguna aðeins áður en hún er sett yfir kökuna.

Þegar búið er að setja sykurmassann yfir kökurnar er borðinn undirbúinn. Hann er gerður með sérstöku borðasílikonmóti og litaður með perlumálningu.

Ég hlakkaði mikið til að prófa með áfram með þessa litlu blómaköku en henni var ætlað að vera efst á kökunni. Hugmyndina að þessari köku fékk ég úr yndislegri köku bók sem heitir Dream wedding cakes.

Mér finnst einnig voða gaman að leika mér að gera fígúrur  úr sykurmassa en án æfingarinnar verður lítið um meistaraverk í þeim efnum.

Finnst svo krúttlegt að setja nokkra hluti á kökuna sem tengjast börnum. Hvað er tilhlýðilegra en ungbarnavagn.  Sykurmassinn sem ég nota er ljósblár tilbúinn sykurmassi sem fæst í vefverslun.mommur.is Ég notaði perlumálningu til að fá fallega áferð á vagninn. Munstið á teppinu er búið til með borðasílikonmótinu sem var notað í borðann utan um kökuna.

Hér er búið að setja tvær rósir sem gerðar eru úr tilbúnum sykurmassa, nokkra  barnahluti og vagninn kominn á kökuna.  Hvíti borðinn er sami borðinn og þessi blái nema búið að skera hann í tvennt. Þegar gerð er kaka á mörgum hæðum er nauðsynlegt að nota kökuprik sem virka sem stoðir fyrir efri kökuna. Undir efri kökunni er bakki sem prikin lenda á.

3 comments
  1. Þið eruð svo ótrúlega flottar og flinkar að maður bara gapir .Terten er alveg ótrúlega falleg, og ég efast ekki um gæðin.

  2. i am amazed whit your work..:) but i woul like to talk to you because i also make cakes but its very hard to find all the things that i need to work with..thanks:)

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts