Skoða

Fótboltavöllur

Einföld og rosalega góð Rice Krispies bananarjóma kaka.

Uppskrift:

  • 480 g súkkulaði
  • 1 lítil dós síróp
  • 150 g smjör
  • 280 g Rice Krispies


Aðferð: Súkkulaði, síróp og smjör sett í pott. Hrærið stöðugt í á meðan súkkulaðið er að bráðna. Hrærið áfram í 2 mínútur. Rice Krispies blandað saman við.

Fylling:

1/2 l þeyttur rjómi

1 stk brytjaður banani

Karamellusósa t.d. þykk íssósa

Rice Krispies er búið til og sett í bökunarmót. Nauðsynlegt að setja smjörpappír undir blönduna svo auðveldara sé að taka hana upp úr mótinu. Mótið er sett í frysti eða kæli til að hún harðni fljótar. Þeytið þjóma og setjið 1 bananbita í rjómann. Karamellusósa er sett yfir rjómann og Rice Krispies botninn ofan á. Fótboltalínur eru settar á kökuna með kóngabráð. Skreytingarpenni hentar vel til að gera línurnar. Kakan er skreytt með fótboltakörlum.

Fótboltaafmælissett og vörur fæst hér.

5 comments
  1. Hvað er 1 lítil dós af sírópi mikið? Bý erlendis og er því ekki með sama síróp og á íslandi.

  2. í uppskriftinni er talað um súkkulaði. Er verið að tala um Nóa Síríus mjólkursúkkulaði?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts