Skoða

Fótboltastrákur

Krúttleg kaka fyrir fótboltastráka. Hægt að leika sér með háralit, búning og gert kökuna persónulegri með uppáhaldsliði afmælisbarnsins.

Kakan er búin til úr 1 ofnskúffu af súkkulaðiköku og 1 hringlagabotni (notaður til að hleypa upp maga og andliti). Fótboltastrákur er teiknaður upp á smjörpappír, kakan síðan skorin út eftir mótinu. Smjörkrem er sett á milli og utan um kökuna. Maginn og andlitið er hleypt upp með þunnu lagi af hringlagabotni. Nefið er gert aðeins upphleypt með litlum búti af köku. Andlitslitaður sykurmassi er flattur út og settur yfir andlitið og aðeins niður á bringu. Afgangurinn er notaður til að búa til gera hendurnar í lokinn. Gulur sykurmassi er flattur út og hárið skorið út eftir móti. Getur komið sér vel að eiga fíngerðan sykurmassaskera. Hárið er sett á og lagað til eftir þörfum. Rauður sykurmassi er flattur út og settur yfir efri hluta búksins sem og yfir fætur sem sokkar. Blár sykurmassi er notaður fyrir stuttbuxur. Það getur verið gott að setja smá bót á milli fótanna ef ske kynni að sykurmassinn rifnaði á þessu stað þegar hann er settur á. Blá lengja er skorin út til að setja sem borða á bolinn og tölustaf á miðjan bolinn. Rauðar renndur er settar á stuttbuxurnar. Svartur sykurmassi er settur yfir fætur sem skór. Takkarnir eru búnir til með svörtum sykurmassateningum sem festir eru með hálfum tannstönglum. Augu, munnur og augabrúnir eru búnin til með sykurmassa. Svart í kringum augun eru búið til með matartússpenna. Lítill fótbolti er mótaður með fótboltamóti eða skorin til úr súkkulaðiköku. Smjökrem sett utan um og sykurmassi ofan á.

2 comments
  1. Takk fyrir frábæran vef 🙂 var bara að spá hvort það væri hægt að setja inn hugmyndir/uppskriftir af fleiri tegundum af botnum og smjörkremi sem hægt er að nota undir sykurmassann? Fyrir þá örfáu sem eru ekki hrifnir af súkkulaðikökum 😉 notendur gætu svo jafnvel sett inn hugmyndir líka.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts