Skoða

Fermingarkaka fótbolta

Það er hægt að gera kökurnar mjög fallegar með því að nota hvítan grunn, munsturmottu og skemmtilegu skrauti.

Það var einstaklega gaman að gera þessa kökur, hún er fyrir stelpu sem elskar fótbolta og allt sem tengist hárgreiðslu.

Munar mikið að hafa kremið á kökunni slétt, tekur aðeins lengri tíma.  Elska þetta krem hér:

Þegar munsturmotta er notuð er best að þrífa hana vel með tusku, muna að þurrka vel, hrista aðeins mottuna til að allur vökvi fari úr munstrinu.

Síðan er mottan spreyjuð með olíuspreyi og massinn síðan flattur út á mottunni eða massinn flattur út á sykurmassamottu og síðan munsturmottan lögð yfir og kökukefli notað til að þrýsa munstrinu í massann.  Ég notaði síðari aðferðina hér.  Passið að ef þið ætlið að nota perluduft á massann þarf að þurrka fituna af massanum með eldhúsbréfi.

Eins gott að vanda hornin, geta verið vandasöm.

Hér er perlumálning notuð til að fá skemmtilega áferð.

Boltinn er málaður með fjólublárri perlumálningu. Málningin er látin þorna áður en munstrið er sett í.

Hvítur massi er skorinn út í fimmhyrning.  Perluduft eða málning sett yfir.  Gott að byrja efst og síðan pikka út sexhyrnt munstur út frá einu horni á fimmhyrningnum. Fimmhyrningu lagður við munstrið og síðan koll af kolli.  Oft gott að hafa fótbolta hjá sér þegar maður er að gera þetta.

Sjáið hvað perluborðinn gerir mikið.

Hér er hár skorið út, nota uppáhaldshnífinn minn til að skera.  Síðan er hárið skreytt með blómum sem ég bjó til með silikonmóti og lituðum sykurmassa.

Áður en boltinn er settur á eru kökuprik sett undir ásamt litlum kökuspjaldi en þannig sekkur kakan ekki niður.

Fiðrildin á hornunum og hliðunum er búið til með sílikonmóti og málað með perlumálningu.

Skemmtilegt munstrið á þessu fiðrildi. Finnst svo frábært hvað fiðrildi eru sígild til skreytingar.

Stafirnir eru gerðir með Funky Style stafamótum. Fótboltarnir eru gerðir með sílikonmóti.

Bakhliðin á kökunni.

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts