Skoða

Blá kransakaka

Ég er alveg ótrúlega ánægð með þessa kransaköku, þá sérstaklega þar sem hún er svolítið öðruvísi en gerist og gengur.  Bláa borðanlega perluspreyið er alveg að gera sig á kökunni en þannig fær hún þennan skemmtilega bláa lit á sig.

Kakan er skreytt með sykurmassa, hægt að kaupa hann tilbúinn eða gera sjálfur. Fótboltaskeri frá Patchwork er notaður til að móta fótbolta og svartur matartússpenni er notaður til að lita svart í boltann.  Krossinn á kökunni er gerður með sykurmassa sem settur er í sílikonmót.  Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna.

Uppskrift fyrir 24 hringi (venjuleg stærð)

1 kg Odense Marsípan (í bláum umbúðum)

1/2 kg Dan sukker sykur

2 stk eggjahvítur

Aððferð:

Marípanið er raspað niður í hrærivélaskálina, sykurinn settur saman við og hrært í smá tíma með K-inu. Eggjahvítunum bætt saman við og hrært þar til allt hefur samlagast vel. Mjög gott að kæla deigið í smá stund áður en búnar eru til lengjur.  Deigið er síðan rúllað í lengjur, mótaðir misstórir hringir sem  annað hvort eru settir  í kransakökumót eða settir  á bökunarpappír.  Gott að þrýsta aðeins á brúnirnar þannig að lengjurnar sé ekki alveg rúnaðar. Til að að hringirnir verði allir jafn háir er gott að leggja bökunarplötu yfir alla hringina. Bakað við 170°C í ca. 8-10 mínútur með blæstri.

Kóngabráð (royal icing)

1 eggjahvíta

1 msk sítrónusafi

170 gr Dan Sukker flórsykur eða þar til blandan er hæfilega þykk.

Gelmatarlitur ef þú vilt hafa lit.

Kransakakan er skreytt með kóngabráðinni sem er sprautuð sprautuð á hvern hring. Byrjað á þeim neðsta og endað á þeim efsta.  Hringirnir eru einnig límdir með kóngabráðinni með því að sprauta efst á hvern hring.

Hráefnið í kóngabráðina!

Hægt að gera sér kramarhús, nota skreytingarpenna, sprautupoka og stút og brúsa sem þennan (algjör snilld)

Hér er búið að spreyja ljósbláu perluspreyi á kökuna. Elska þennan lit!!  Spreyjið er til í mörgum litum.

Ég er ótrúlega hrifin af sílikonmótum en þau auðvelda alla skreytingu til muna og bjóða upp á mikla mögluleika.

Þessi fótboltastytta er í raun sykurmassaskeri sem má nota á marga vegu. margir hafa keypt þetta mót til að nota fyrir styttu. Kemur bara ansi vel út.

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts