Skoða

Fótboltaterta með blómum

Það er alltaf tími fyrir fótboltaköku

Þessi kaka er  þakin grænum sykurmassa með dökkgrænum kanti sem skorinn er út með munsturskera. Í grasrenninginn er síðan stimplap í með fótboltastimpil og skurðarmóti. Fótboltinn ofan á kökunni er bakaður í sérstöku fótboltamóti sem síðan er skreyttur með hvítum og svörtum sykurmassa. Formin á boltanum eru skorin út sér og síðan pikkuð með oddhvössuáhaldi.  Kakan er síðan skreytt með hvítum blómum sem búin eru til úr blómastimpilmótum og fótboltaskraut sem skorið er út með fótboltastimpilmótinu og litað með svörtum matartússpenna.  Stafirnir eru skornir út með funky style stafamótum. Treyjan er skorin út fríhendis með sykurmassaskera.

3 comments
  1. Glæsileg kaka, langar að athuga hvort þið takið að ykkur að baka svona köku fyrir mig.

    Kær kveðja, GGG, Grindavík

  2. Hvernig gerir maður svartan sykurmassa ég virðist ekki finna það á síðunni á eina fótboltastelpu sem yrði í skýjunum ef hún fengi að hafa fótboltaköku í afmælisveislunni sinni 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts