Skoða

Rósaterta

IMG_2484

Það þarf alls ekki að vera flókið að gera fallega veislutertu. Þessi terta er gerð úr súkkulaðibotnum, krem sett á milli og síðan er kreminu sprautað með 1 M eða 2 D stjörnustúti.

Kakan er að lokum skreytt með sykurmassablómum og fiðrildum.  Smá glimmer yfir og kakan er tilbúin.

Hér má finna súkkulaðikökuuppskriftina: Bendi líka að það kemur einnig vel út að nota Betty Crocker súkkulaðikökubotna.

Hér er uppskriftin að kreminu:

Uppskrift fyrir hvítt krem en ef nota á brúnt krem er kakói blandað saman við ca. 40 grömmum

250 g  smjör (linað við stofuhita)
410 g flórsykur
2 msk rjómi
2 tsk vanilludropar
Aðferð: 
Linað smjör, flórsykur, rjómi  og vanilludropar hrært vel saman í 3
mín. Hægt að nota aðrar bragðtegundir og skipta út fyrir vanilludropana. Gott
að nota kremið sem fyrst.

 

IMG_2325

Mjög gott að hafa kökuna slétta og fína.  Gott ráð er að hita kökuspaðann með heitu vatni, þurrka af og smyrja kreminu yfir.

Þegar byrjað er að sprauta rósunum er hægt að ráða hvort byrjað er á hliðunum eða byrjað ofan á kökunni. Allt fer þetta eftir því hvað hentar þér.

Hér eru leiðbeiningar varðandi rósamunstrið.  Nota hér sama aðferð notuð og þegar bollakökur eru sprautaðar.

 

leib-1

Síðan er bara að byrja.

IMG_2327

IMG_2328

IMG_2336

IMG_2345

IMG_2342

IMG_2361

IMG_2455

IMG_2490

IMG_2496

Related Posts