Skoða

Brownie Sörubitar

jolabitar8

Það er hægt að gera skemmtilega eftirrétti með Brownie.  Hér er búið að baka brownie í litlu bollakökubökunarmóti, setja söru dumlekrem á milli og hjúpa með hríssúkkulaði.  Algjört lostæti.

Ég hvet ykkur til að prófa þessa uppskrift og bjóða upp á í næsta boði.

Uppskrift: 

1 pakki Betty Crocker brownie kökumix

1 stk egg

40 ml ISO4 olía

75 ml vatn

Krem: 

4 msk síróp
3 eggjarauður
200 g smjör , linað  við stofuhita
10 stk Dumle karamellur

1 dl rjómi

50 gr Nói Síríus rjómasúkkulaði

Hjúpur: 

300 g rjómasúkkulaði með hrís

Aðferð: 

 1. Egg, olía og vatn er blandað saman við browniemixið. Hrært vel í ca. 3 mínútur.
 2. Deigið er sett í smurt bollakökumót fyrir litlar bollakökur.  Ca. 1 tsk sett í hverja “skál”.
 3. Bakað við 160° C hita (yfir og undir hita) í ca. 20 mínútur.
 4. Litlu bollakökubrowniekökurnar eru settar á grind og leyft að kólna áður en kremið er sett ofan á.
 5. Dumlekremið er búið til með því að bræða dumlekaramellur yfir vatnsbaði ásamt rjómanum.  Tekið af hellunni og súkkulaðið hrært saman við.  Kælt smá stund.
 6. Eggjarauðurnar eru þeyttar vel saman í hrærivél.
 7. Sírópinu  hrært saman við  eggjarauðurnar og hrært vel saman.
 8. Smjörið sett saman við eggjahræruna og þeytt þar til það er létt og ljóst.
 9. Dumleblöndunni hrært varlega saman við eggja- og smjörhræruna og þeytt í smá stund.
 10. Kremið er sett á browniekökurnar og kælt. Líka gott að setja í frysti smá stund.
 11. Hríssúkkulaðið er þá brætt og hjúpað yfir kremið á kökunni. Kemur vel út að skreyta með jarðarberjabita.
 12. Brownie sörurnar eru geymdar í kæli.

IMG_9807_1869

IMG_0054_2116

jolabitar6

jolabitar5

jolabitar9

 

Related Posts