Skoða

Sörur með dumlekremi

Það er fátt meira freistandi á aðventunni en gómsætar sörur.  Hér eru þær í öllu sínu veldi, gómsætar eins og að vaninn er og með bragðgóðu dumlekremi.

Ekki fallast hendur, þetta er ekki eins erfitt og margir ímynda sér.

Uppskrift:

3 stk eggjahvítur

200 g flórsykur

200 g möndlur (muldar í matvinnsluvél)

Aðferð: 

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, þar til hægt er að halda skálinni á hvolfi án þess að eggjahvíturnar fari úr henni.

Flórsykrinum er blandað varlega saman við með sleikju eða sleif ásamt möndlunum.

Deigið er sett á bökunarpappír með skeið eða sprautupoka. Gott að miða við 1/2 -1 tsk.

Bakað í um 10 mínútur við 175°C hita (blástur).  Leyft að kólna á t.d. grind.

img_6906

Krem: 

3 eggjarauður

10 stk dumlekaramellur

1 dl rjómi

3-4 msk síróp

200 g smjör (linað)

Aðferð: 

Dumlekaramellur og rjómi er hitað saman, kælt.

Eggjarauðurnar eru þeyttar vel, sírópinu blandað saman við ásamt smjöri og dumlerjómanum.

Hrært vel saman og sett í sprautupoka. Einnig hægt að nota skeið þegar kökurnar eru smurðar.

img_1390

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjúpur: 

200 g rjómasúkkulaði og 100 g suðusúkkulaði.

Hitað við miðlungshita þar til allt er bráðnað.

Kremið og hjúpurinn sett á kökurnar: 

Kremið er sprautað á hverja köku, sléttað úr því með t.d. hnífi. Kökurnar eru síðan kældar með súkkulaðið sem á að hjúpa með er brætt.

Hver kaka er síðan hjúpuð með súkkulaði.

Geymt í fyrsti.

img_6930

https://www.youtube.com/watch?v=BqmQyK-JwPE&feature=youtu.be

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts