Skoða

Silkimjúkir Betty Crocker kökupinnar

Um tíma höfum við í mömmur.is prófaði okkur áfram í kökupinnagerð með því að nota uppskrift af köku sem við höfum bakað eftir okkar eigin uppskrift.  Ég verð að segja að við vorum aldrei nógu sáttar með útkomuna.  Við fórum því að prófa okkur áfram með  að nota Betty Crocker kökumix og tilbúið súkkulaðikrem frá Betty Crocker. Loksins fundum við það sem við vorum búnar að leita eftir. Silkimjúkum kökupinnum sem bragðast eins vel og þeir líta út.  Ekki skemmdi fyrir að það er ótrúlega einfalt og fljótlegt að baka köku úr mixinu.

Þetta er eitthvað sem þú verður að prófa!!
Uppskriftin er einföld:

1 Betty Crocker Djöflaköku- eða súkkulaðikökumix

400 g súkklaðikrem frá Betty Crocker

Hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

Aðferð

Bakið Betty Crocker blönduna samkvæmt leiðbeiningum. Þegar kakan er orðin köld er hún tekin í sundur og mulin niður í skál. Kreminu er síðan bætt saman við með gaffli. Besta útkoman verður þegar blandan er kramin í höndunum, nauðsynlegt að vera í hönskum. Blandan á að vera þannig að hún festist ekki við hendurnar og ekki of þurr.  Ef farið er nákvæmlega eftir uppskriftinni ætti hún að vera fullkomin.

1. Mótið kúlur, setjið á smjörpappír og kælið í kæli í ca. 15-30 mínútur eða í frysti í 5 mínútur.

2. Kúlurnar eru teknar út, endanum á kökupinna dýft í súkkulaði og stungið í miðjuna á kúlunni. Kælið aftur þar til súkkulaðið á pinnanum er storknað.

3. Súkkulaði er brætt við meðalhita, litað með súkkulaðilitum  og síðan notað til að hjúpa pinnana.

4. Skreytið að vild.

Ég vigta kúlurnar þegar ég geri kökupinna en þannig fæ ég þá alla jafn stóra. 28 g finnst mér vera kjörþyngd á kúlu

Gott að setja kakósmjör eða palmínfeiti til að þynna súkkulaðið þegar búið er að bræða það.

 

 

 

 

12 comments
 1. Halló.

  Hafið þið reynslu af því að bræða Wilton litaða súkkulaðihnappa? Ég keypti poka af appelsínugulum súkk.hnöppum og reyndi að bræða þá í örbylgjuofni, en það gekk mjög brösulega og þeir urðu mjög þykkir. E-r góð ráð? :/

 2. Hæ hæ.
  Ég er að spá þegar búið er að taka kökuna í sundur er þá kreminu blandað saman við kökuna og gerðar kúlur sem eru svo kældar?

 3. Sælar..rosalega lítur þetta vel út..á pottþétt eftir að nota þetta í veislum..
  en ég er með tvær spurningar..

  1. er öllu súkkulaðinukreminu blandað við kökuna??
  2. bræðiði hvítasúkkulaðið og setjið hvað saman við? þarf að setja eitthvað saman við?

 4. Hæ! Var að prufa að gera pop-cake og var bara mjög ánægð með árangurinn. Ég bakaði venjulega skúffuköku og setti hvítt krem saman við. Ég skellti þessu í mixara og úr varð þetta fína deig. Ég setti bara 1 og hálfa matskeið af kreminu og dugði það fínt.
  Langaði bara að deila þessu með mixarann.
  Kveðja
  INGA

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts