Skoða

Súkkulaðikaka með rósamunstri

IMG_4922

Það má með sanni segja að það sé löngu orðið tímabært að koma með færslu hér á mömmur.is.  Fyrsta færslan í langan tíma er hjartakaka sem er einföld í framkvæmd en engu að síður mjög bragðgóð. Kökur eru mitt hjartansmál og því fínt að byrja eftir langt hlé á þessari fallegu köku.

Þessi hjartalaga kaka hentar við ýmis tilefni, koma elskunni sinni á óvart, í barnaafmæli, skvísuboð eð fermingarveisluna.  Nú er bara að finna tilefnið og skella í köku.

Uppskrift:

2 pakkar Betty Crocker súkkulaðikökumix

6 egg

180 g ISO4 olía

500 ml vatn.

Aðferð:

Öllu blandað saman í skál, hrært vel saman og sett í smurt form. Hér er notað hjartalagaform en einnig hægt að setja deigið í ofnskúffumót og skera kökuna út eftir á. Kakan er bökuð í ca. 40 mínútur við 180°C hita.

Smjörkrem

500 g  smjör

400 g Dan Sukker flórsykur
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1 msk síróp

Bleikur matarlitur

Aðferð: 

Þeytið saman smjöri og flórsykri þar til það verður létt og ljóst, hrærið síðan eggjarauðunni saman við. Að lokum eru vanilludropar og síróp sett út í. Hrært vel saman í 1 – 2 mín.

Til að skreyta kökuna þarf að nota stjörnustútinn 1M. Byrja í miðjunni á rósinni og fara í hringi þar til rós hefur myndast.

IMG_4904

IMG_4905

IMG_4922

Related Posts