Skoða

Bjórkaka með kvenlegu ívafi

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Þessi kaka er hugsuð fyrir Steggjapartý en getur líka vel passað í afmælisveislu.

Kakan er gerð í þrennu lagi. Neðsta lagið, hringurinn er gerður úr hringlagakökubotni sem er þakinn húlituðum sykurmassa. Kakan er síðan skreytt með bleikum sykurmassa sem búið er að pressa og fletja út á munsturmottu. Massinn er síðan skorinn út og límdur á kökuna með sykurmassalími.  Blúndan á sykurmassanum er gerð með munsturskera.

Munsturmotta og munsturskeri er eitt af mínum uppáhalds sykurmassaáhöldum og úteljandi möguleikarnir sem hægt er að vinna með þeim.

Efri hlutinn/bjórglasi er gerður úr háum hringlagabotni eða hringlagabotni sem er raðað upp. Nauðsynlegt er að setja smjörkrem á milli laga en að þessu sinni notaði ég smjörkrem með sítrónubragði.  Kakan er þakin með brúnum sykurmassa sem síðan er skreyttur með hvítum útskornum sykurmassa sem á að líkjast froðu.  Haldfangið er búið til úr gum paste til að það harðni fyrr. Tannstönglum er stungið í endana til að auðveldara sé að stinga haldfanginu í glasið.  Hvít sykurmassalengja er sett neðst á glasið.

Fígúran er gerð sér. Hausinn er búinn til með andlitssílikonmóti, fætur, hendur og búkur er gert sér. Andlitið er málað með matarlitamálningu sem er algjört æði þegar kemur að því að þurfa að mála smáa hluta fígúrunnar og matartússpennum.  Hárið er búið til með sykurmassa sem búið er að setja í sérstaka sykurmassahárpressu. Hárið er síðan límt með sykurmassalími. Konan er með sykurmassamunsturteppi yfir sér en það er búið til með bleikum sykurmassa sem er búið að fletja út á munsturmottu.

 

 

´

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts