Skoða

Sumarsmellur

IMG_9254A

Nú er sumarið komið og ekki seinna vænna en að bretta upp ermarnar og bjóða fólki upp á dásamlega Pavlovu.

Finnst yndislegt hvað þær bráðna upp í munninum með öllum sínum munaði.

Uppskrift: 

6 eggjahvítur

300 g sykur

1 msk kartöflumjöl

1 tsk edik

1 tsk vanillusykur

Fylling: 

1/2 l þeyttur rjómi

200 g toblerone

1 dós ananaskurl  – safinn tekinn í burtu og kurlið þerrað vel

Ofan á:

Karamellusósa

Toblerone

Ananaskurl

Aðferð: 

1. Eggjahvítur þeyttar vel.

2. Sykri bætt saman við og honum þeytt vel saman við eggjahvíturnar þar til blandan er orðin  stífþeytt.

3. Kartöflumjöl, edik og vanillusykur blandað varlega saman við.

4. Pavlovublandan sett á bökunarpappír.  Gott að hafa lagið á kökunni um 22 cm, frekar háa á köntunum og grynnri í miðjunni.

5. Pavlovan er bökuð við 120 gráður í 1 1/2 klst.  Gott að leyfa að vera yfir nótt í hálflokuðum ofni en ekki naðusynlegt.

6. Rjóminn er þeyttur, ananaskurlið og tobleronekurlinu blandað varlega saman við.  Fyllingin er sett ofna á miðjuna.

7. Kakan er skreytt með karamellusósu, ananskurlu og toblerone.

 

PicMonkey CollageB

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts