Skoða

Macintoshterta


Marengskaka með Macintoshkaramellu og eplafyllingu

Uppskrift:
Botnar:
6 eggjahvítur
300 g sykur
1/2 tsk lyftiduft.

Aðferð:
Þeytið eggjahvítunum vel saman Bætið sykrinum smám saman við og haldið áfram að þeyta þar til blandan verður létt og ljós. Bakið í 1 1/2 klst við 130°C hita (blástur)
Fylling:
1/2 l rjómi
1/2 dós sýrður rjómi (18 %)
1 epli brytjað í smáa bita
1/2 – 1 tsk vanillusykur
10 brytjaðar Karamellu Macintoshmolar (Súkkulaðimolar með blautu fyllingunni, gulllitaðir molar).
Aðferð: Þeytið rjómann og bætið sýrða rjómanum og vanillusykrinum saman við. Brytjið eplin í litla bita ásamt molunum. Setjið blönduna á milli botnanna og skreytið með karamellu.
Skraut: Macintoshkaramellur bræddar í skál ásamt 2 msk af sýrðum rjóma.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts