Skoða

Marengsterta með jarðarberjafyllingu

Nauðsynslegt að fá sér marengstertu af og til og síðan eru þær algjört must í veisluna.

IMG_5964

 

Uppskrift fyrir tvo botna, ofnskúffustærð: 

8 stk eggjahvítur

400 g sykur

1 1/2 tsk lyftiduft

100 g ( 1 pakki) Nóa Síríus Karamellusúkkulaði
Aðferð: 

Eggjahvíturnar eru þeyttar vel, sykrinum blandað saman við smám saman þar til blandan er orðin stífþeytt.  Lyftiduftinu og súkkulaðinu blandað varlega saman við blönduna.  Bakað í 1 1/2 klst, blástur við 130 gráða hita.

Fylling:

1/2 líter þeyttur rjómi1 askja jarðarber – skorin smátt

Jarðarberjasósa

Nokkur stykki af Karamellusúkkulaði – brytjað smátt

Aðferð:

Rjóminn er þeyttur, jarðarberin skorin smátt ásamt súkkulaðinu.  Rjómafyllingin er sett yfir botninn, jarðarberjasósunni sprautað yfir.  Efri botninn er síðan settur ofan á.

IMG_5944

Fersk og yndisleg þessi

IMG_5951

Þessi sósa er algjört æði – fæst í Hagkaup

IMG_5968

 

1 comment
  1. Girnileg þessi og ætla að baka hana fyrir veislu um helgina. Tekurðu hana úr ofninum strax eða læturðu hana kólna í ofninum?
    EN………..”nokkur stykki” karamellusúkkulaði í fyllingunni? Eru það nokkrir bitar eða nokkur súkkulaðistykki? 🙂
    Takk fyrir upplýsingar……
    kv. Ragnheiður T

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts