Skoða

Mengstoppadúndur

 IMG_3912
Uppskrift: 
6 stk eggjahvítur

330 gr sykur

1  tsk lyftiduft

bleikur gel matarlitur

Aðferð:

Eggjahvítur stífþeyttar.

Sykri bætt varlega saman við og hrært vel saman.

Lyftiduft hrært saman við með sleif.

Teiknaðir  hringir á tvö stk  bökunarpappír .Sprautað með 1 M stút á annan pappírinn. Byrjað að sprauta doppur á  ystu línuna og svo áfram inn að miðju. Notaður pensill til að setja matarlitinn framan á stútinn og sprautað svo þar til það kemur lítill litur og endurtekið þar til búið er að fylla hringinn. Þá er hluti af deiginu smurt á hfinginn á  hinum bökunarpappírnum og haft slétt. Restin af deiginu er síðan sett í sprautupokann og gerðar litlar doppur með sömu aðferð og á hringinn til að fá lit á marengsinn.  Bakað við 130°C í 2 klst og látið kólna í ofninum.
Á milli:
6 dl rjómi
1 banan
5 – 6 jarðaber
6- 8 stk bla vínber
6 – 8 stk græn vínber
100 gr maribo dajm súkkulaði
Aðferð: 
Rjóminn stífþeyttur. Takið frá smá rjóma til að smyrja örlítið á hliðarnar.
Banani, jarðaber, vínbr og dajm súkkulaðið brytjað smátt og sett varlega saman við rjómann. Sett yfir  slétta botninn. Efri botninn með doppunum settur varlega yfir. Smurt létt á hliðarnar og doppunum raðað í kringum kökuna. Látið standa í kæli í nokkra tíma áðiur en kakan er borin fram.
IMG_3912B
IMG_3913
IMG_3828
2 comments
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts