Skoða

Fiðrildakaka

Þessi kaka var bökuð fyrir 1 árs prinsessu. Þar sem hún átti afmæli um sumar þótti tilvalið að gera fiðrildaköku. Bindivír er notaður fyrir fálmara og silfurkúlur notaðar fyrir doppur.

Fiðrildi er teiknað upp á smjörpappír. Kakan er síðan skorin út eftir mótinu. Til að búa til fiðrildið er notuð 1 ofnskúffa af súkkulaðiköku. Smjörkrem er sett á milli og utan um kökuna. Fjólublár sykurmassi (1/2) er síðan settur fyrir kökuna. Fiðrildið er skreytt með bleikum (1/4) og hvítum (1/4) sykuramssa. Línurnar eru búnar til með sykurmassaskera. Línurnar eru skreyttar með matarlit sem er penslaður á með pennsli. Þá getur verið gott að nota alkahól til að bleyta í matarlitnum. Alkahólið gufar upp og finnst ekki bragð af kökunni.

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts