Skoða

Coca Cola lestin

Hvað er jólalegra en Coca Cola lestin?

Það tók langan tíma (15 klukkustundir) að vinna kökuna en hún er gerð eftir ljósmynd sem við fundum á internetinu.

Kakan er búin til úr þremur ofnskúffum af súkkulaðiköku, smjörkrem er sett á milli og utan um kökuna sem síðan er hjúpuð með rauðum sykurmassa.

Skreytingar á kökunni:

Sykurmassinn er litaður með rauðum gel matarlit og fór slatti af matarlit í blönduna. Rauður er einn þeirra lita sem erfiðast er að ná sterkum og góðum.

Ljólaljós: Búin til úr örfínum perluborðum sem búnir eru til með sérstöku sílikonmóti. Borðarnir eru síðan litaðir með gulu starlight perludufti og límdir á kökuna með sykurmassalími.

Coca Cola merki: Prentaði út mynd af logoinu, klippti út og skar síðan  með örfínum sykurmassahníf, stafirnir eru síðan litaðir með Comet white perludufti.

Grind framan á bílnum: Hvítur sykurmassi skorinn út. Ræmur settar þvert yfir með sykurmassalími. Grindin síðan lituð með silfurlituðu perludufti.

Ljós: Hvítur sykurmassi skorinn út, litaður silfurlitaður með perludufti og gulur með gulu perludufti.

Pústurör og handfang: Mótað úr hvítum sykurmassa og litað silfurlitað  með perludufti. Tannstönglum er stungið í til að festa betur í kökunni.

Rúður, dekk og svartir b0rðar var búið til með tilbúnum svörtum sykurmassa.

Jólasveinarnir eru búnir til með sílikonmóti

Skref fyrir skref:

2 comments
  1. Vááá! Geðveikt flott!!

    Rakel, það stendur uppi að það hafi tekið 15 klukkutíma 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts