Skoða

Gucci skvísukaka

 

Það er fátt skemmtilegra en að hanna kökur fyrir ákveðið tilefni fyrir ákveðinn einstakling.  Þessa köku hönnuðum við sérstaklega fyrir ákveðna konu en hún var búin að láta okkur fá veskið sitt og skókassa til að fara eftir.  Allar þrjár kökurnar tóku sinn tíma og þarf að hafa það í huga þegar verið er að vinna þær.

Fyrir valinu varð súkkulaðikaka með smjörkremi þakin sykurmassa.  Gjafapokinn er þakinn hvítum sykurmassa sem er síðan spreyjaður með bleiku satínspreyi.  Rendurnar meðfram pokanum er gerðar með munsturskera. Það þarf að huga að því við gerð og hönnun pokans að það þarf að skera inn með hliðunum í V og taka aðeins ofan úr miðjunni til að pokinn virki tómur þegar massinn er kominn yfir hann.

Það gerist fátt smartara en Gucci veski. VIð spáðum lengi í því hvernig við ættum að fá jafnt og fallegt munstur á massann en mundum þá eftir snilldarstimplaformum sem við seljum í vefverslun okkar.  Munstrið er stimplað í massann og síðan litað með brúnum matartússpenna.

Handfang er búið til með því að skera tvær jafn stórar lengjur og pikkað meðfram með pikkara, tannstöngli eða grillpinna. Bronsduft er notað til að lita handfangið. Festið með sykurmassalími.

 

Skókassinn er litaður með bronsdufti og skreyttur með Gucci stöfum sem búnir eru til með stafa stimpilmótum.

Þórunn Högna glæsileg með kökuna sína

12 comments
  1. Þetta er það flottasta sem eg hef séð i kökugerð vá……….. hun hlítur að vera rosalega ánægð með kökurnar allar 3 ……..Stórkoslegt……… glæsilegt………ummmmmmmm hefði sko ekkert á móti að læra þetta eg þekki eina góða vinkonu sem elskar Gucci………glæsileg stelpur 🙂
    þið eruð listamenn……

  2. Meiriháttar útlit á þessum! Þetta hefði mér ekki dottið í hug að gera..en mun pottþétt reyna þegar ég hef lært þessa tækni. Frábært!

  3. ‘Otrúlegt listaverk hjá ykkur og örugglega ekki síðri á bragðið 🙂

  4. æðisleg kaka.. væri geðveikt af geta gert svona köku fyrir næsta afmæli, einhverja svona hönnuðarköku, kannksi af gínu og svo efni í kring 🙂 svo við hliina á fullhannaða flík

  5. Vá!! Þetta er flottasta kaka sm ég hef áævinni séð!! En hvað þarf mikið af massa í þetta? langar að vita því er að fara gera þetta fyrir vinkonu (-;

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts