Top model taska

Skvísukaka var eitthvað sem ein 8 ára sem ég þekki vildi ólm  fá í afmælið sitt.  Top modelkaka varð fyrir valinu!

2 ofnskúffur af súkklaðikökur voru notaðar í hugmyndina ásamt slatta af smjörkremi og bleikum sykurmassa.

Myndirnar tala sínu máli:

Ofnskúffustærð af súkkulaðiköku er tekin í sundur þannig að úr verði 2 botnar. Botnarnir eru síðan skornir í tvennt, krem sett á milli til að festa botnana.

Kakan er skorin til eins og taska.

Bleikur sykurmassi er flattur út og settur yfir kökuna í einu lagi. Til að ná niður fellingum og krumpum sem geta myndast er best að klippa við hvert horn.

Brotin eru falin með þvi að skera renning út með munsturskera. Renningurinn var litaður með fjólubláu perludufti. Sykurmassalím er notað til að festa hann.

Til að gera töskulokið/hlýfina er sykurmassi skorinn með sykurmassaskera og brúnirnar litaðar með fjólubláu perludufti.

Töskulokið er fest með sterku sykurmassalími.

Töskuólin er gerð með sykurmassa sem er skorinn með skurðarhjóli, eitthvað sem allir kökuáhugafólk ætti að eiga!!!

Andlitið er skorið út með fíngerðum sykurmassaskera. Hárið, augum, munnurinn og nefið er skorðin út sér á hvítan sykurmassa. Til að fá fyllingu í augun, munninn og hárið er matartússpenni notaður til að lita.  Einnig hægt að nota matarlitaduft.

 

Bókstafirnir á töskunni eru búnir til með patchworkstimpilmótum en það eru stafir sem ég nota mjög mikið þegar ég er að setja nöfn á kökur.

1 comment
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts