Skoða

Prjónakarfa

Það var einstaklega gaman að hann þessa prjónakörfuköku.  Til að byrja með þá leit út fyrir að útkoman yrði litlaus og fekar venjuleg kaka en það breyttist heldur betur þegar litríkir hykklar var komið ofan á kökuna.

Kakan vakti mikla athygli þar sem hún var sýnt en ástæðan fyrir hönnun hennar var kökusýning sem átti að ná til breiðs aldurshóps.

Við notuðum súkkulaðikökuuppskrift en það reynist best að nota þá uppskrift þegar gera á köku sem maður vill að haldi lagi sínu.  Smjörkrem var sett á milli og utan um kökuna.

Í þessa hugmynd fóru 2 ofnskúffur af súkkulaðibotni og 1 kg af smjörkremi.  Við notuðum ca. 4 falda uppskrift af sykurmassa sem við lituðum síðan eftir því hvað við vorum að fara að gera.  Hér skal tekið fram að kakan var fekar stór og vel hægt að minnka hana og gera minni útfærslu.

Litirnir sem voru notaðir:

Bleikur

Blár

Gulur

Brúnn: LItaður brúnn sykurmassi sem síðar var litaður með  brúnu matarlitadufti til að fá musunandi brún litbrigði í massann.

Svartur Mjög lítið notað

 

Skref fyrir skref:

2 ofnskúffur bakaðar. Botnarnir eru teknir í sundur þannig að úr verði 4 ofnskúffur. Búnir til nokkrir mismunandi hringir úr ofnskúffunum.

Hringjunum er raðað saman og krem sett á milli.  Að lokum er kakan skorin til þannig að úr verði það körfulag sem óskað er eftir.

Í þessi tilfelli var notast við disk þar sem ekkert annað tiltækt var vi ðhöndina. Þarna er verð að skera holu í körfuna.

Smjökreminu er smurt utan um kökuna, reynt að slétta eins vel og hægt er

Brúnn massi er flattur út, munstraður með munsturmottu eins og er á þessari mynd og litaður með matarlitadufti til að fá mismuanndi blæbrigði

Sykurmassinn er settur yfir kökuna. Það getur verið smá kúnst að setja hann á þannig að hann verðir nokkuð sléttur við kökuna. Ef það næst ekki og hann krumpast á einhvejrum stöðum er vel hægt að þétta hann vel við kökuna og klippa krumpuna í burtu.

Snúningurinn er búinn til með því að rúlla saman tveimur lengjum.  Sykurmassinn sem er settur ofna á körfuna er brúnn og hvítur massi sem rúllaður er út saman og þannig myndast þetta fallega litamunstur.

Hnykklarnir eru búnir til með því að búa til bolta í ákveðinni stærð úr sykurmassa. Síðan er sykurmassi í sama lit rúllaður í lengjur og lengjunum vafið utan um boltann.

Hér er búið að bæta við skærum sem búin er til með sykurmassa (oft gott að hafa alvöru skæri til viðmiðunar) og búið að sverta tvinnakeflið.

 

20 comments
  1. Þessi er svakalega flott hjá ykkur og vakti verðskuldaða athygli á Höfða, og rann eflaust vel ofan í heimilisfólkið að sýningu lokinni.

  2. átti maður að skrifa einhverstaðar hér hvað manni fannst besta hugmyndin haha:D?
    ef svo er þá finnst mér þessi kakka geggjuð:D

  3. Þessi kaka fær mig til að langa að stofna prjónaklúbb bara til að geta boðið uppá svona köku!!

  4. Ég er orðlaus af undrun yfir því hvað hægt er að gera með þennan blessaða sykurmassa, þessi er geðveikt flott! Og hugmyndaflugið, jahérna 😀

  5. geðveikislega ótrúlega hrikalega bara GEÐVEIK KAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAKAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts