Það er gaman að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og búa til brauðtertu í laginu eins og hljóðfæri.
Þetta er hefðbundin brauðterta með skinkusalati. Það er hægt að útfæra fyllinguna á ýmsa vegu. Skreytingin er einföld og varð rauð paprika fyrir valinu sem grunnlitur. Til að búa til takka var eggjahvíta skorin langsum og svartar olívur notaðar fyrir svörtu takkana. Mjög einfalt og voða gott.