Skoða

Stubbakaka

Þeir sem eiga lítil kríli þekkja vel Tínkí-vínki, Dipsý, Lala og Pó. Litríkir og skemmtilegir hafa þeir frætt og skemmt ungviði þessa lands. Væri ekki gaman að undirbúa Stubbaþema fyrir litla krílið þitt?

Tvær ofnskúffur af súkkulaðiköku er notaðar í þessa hugmynd. Prentið út mynd af stubbunum og stækkið upp á smjörpappír. Mótin eru klipp út og kakan skorin eftir þeim. Smjörkrem er sett utan um kökurnar. Maginn og andlitið er hækkað upp með afgangs kökubútum. Sykurmassi er settur yfir kökurnar og þær skreyttar eins og myndirnar sína. Til að fá skjáinn á maganum til að glitra er silfurduft notað.

3 comments
Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts