Skoða

Sveppakaka

Væri ekki gaman að hafa Sveppaköku í afmælisveislunni?

Sykurmassi: Andlitslitaður (1) brúnn (1/4), ljósbrúnn (1/4), gulur (1/4), hvítur, svartur, blár og bleikur (smá bútar gerðir úr hvítu).

Prentið út mynd af Sveppa. Það eru til góðar myndir ef farið er á leitarvefi á netinu. Þegar andlitið er prentað út þarf að passa uppá að láta það þekja blaðsíðuna. Það gæti þurft að stækka andlitið örlítið en þá er notaður smjörpappír og teiknað fríhendis eins og á myndinni hér fyrir ofan.

Kakan er skorin út og smjörkrem sett á milli botnanna. Til að fá andlitið upphleypt þarf að setja augabrúnir, nef og munn á efri botninn. Andlitið er síðan þakið smjörkremi. Fletjið út andlitslitaðann sykurmassa  og leggið yfir alla kökuna. Passið að hafa sykurmassann í þykkaralagi því annars gæti hann rifnað. Klippið út augun af myndinni sem þið prentuðuð í byrjun og leggið á hvítann sykurmassa. Skerið augun út en munið að stækka augun ef þið hafið stækkað upphafsmyndina.  Blár og svartur hringur er settur á augun og hvítur punktur í augasteininn. Augabrúnirnar eru búnar til úr brúnum lengjum. Til að fá þær sem eðlilegastar eru fíngerð skæri eða sykurmassabyssa notuð til að mynda hárin. Þá er klippt mörgum sinnum í lengjuna til að fá rétta útlitið. Munnurinn er búinn til úr ljósbleikum sykurmassa. Til að fá þær sem eðlilegastar eru búnar til línur með skurðaskera.

Að lokum eru búnar til misstórar lengjur með brúnum, ljósbrúnum og gulum sykurmassa. Raðið lengjunum þannig að hár myndist. Sykurmassabyssan hentar vel til að búa til lengjur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts