Skoða

Tortillarúllur

IMG_3620

Ég er ein af þeim sem er sjúk í tortillabita þegar þeir standa til boða. Fyrir valinu verður oftast þessi hefðbundna hræra með rjómaosti, púrrulauk, osti og skinku en í þetta skiptið ákvað ég að prófa eitthvað nýtt.

Uppskrift: 

Tortillakökur

100 g hvítlauksrjómaostur

60 g rautt pestó

Ca. 12 sneiðar af skinku

Spínat eftir þörfum

50 g rifinn ostur

Aðferð: 

  1. Pestó er hrært saman við rjómaostinn.
  2. Skinkan skorin í lita bita og blandað saman við rjómaostinn ásamt ostinum.
  3. Þessari blöndu hrært vel saman og síðan smurt á hverja tortillaköku.
  4. Spínatinu er að lokum raðað þétt yfir og kökunni rúllað upp.
  5. Tortillarúllan er síðan sett í plastfilmu og geymd í kælinum í nokkra klukkutíma.
  6. Þá er rúllan skorin í litla bita og borin fram.

 

Related Posts