Skoða

Tilnefning til Frumkvöðlaverðlauna 2010

 

Við erum stoltar að segja ykkur frá tilnefningu okkar til frumkvöðlaverðlauna Vesturlands fyrir árið 2010. Það kom í hlut Brúðuheima í Borgarnesi sem einnig voru tilnefnd að vinna til þessara verðlauna. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með verðlaunin.

Þetta er mikil hvatning, viðurkenning og hrós fyrir þá vinnu sem við höfum lagt í heimasíðuna okkar mommur.is síðust 3 árin.  Heimasíðan hefur þjónað fjölmörgum sem eru að undirbúa veislur og bakstur. Fyrir marga er  eflaust erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikil vinna liggur að baki heimsíðu sem þessari . Við sem stöndum að henni vitum þó að ómældur tími, vinna  og fjárhæðir liggja í uppbyggingu heimasíðunnar.  Það eru fáar heimasíður sem bjóða upp á samskonar leiðbeiningar án endurgjalds.

Út frá mömmur.is erum við búnar að gera hugmyndir fyrir fjöldan allan af tímaritum, dagblöðum sem og að koma fram í sjónvarpinu.

Á þessum þremur árum hefur margt breyst hjá okkur og hlutirnir gerst hratt.  Fyrir utan að vera fyrsti kökuskreytingarvefur sinnar tegundar á Íslandi, opnuðum við fyrstu kökuskreytingarvefverslunina (vefverslun.mommur.is) á Íslandi fyrir um 1 ári síðan.  Vefverslunin þjónur nú fjölmörgum  kökuskreytingaráhuga fólki. Í dag seljum við einnig hluta af vörum okkar í Hagkaupsverslunum.

Ekki má gleyma þeim fjölmörgu sykurmassanámsmkeiðum sem við höfum haldið í tengslum við veitingarstaðinn Nítjándu en þangað hafa um 250  konur sótt sykurmassanámskeið.
Mömmur efh.  var stofnað fyrir um 1 ári síðan en fyrirtækið heldur utan um alla okkar starfsemi.

Það er von okkar að heimasíðan vaxi og dafni næstu árin.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts